Aldrei fleiri beðið þess að komast inn á Vog Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. desember 2018 06:15 Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. VÍSIR/VILHELM 622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent