Vill borgarstjóra úr nefnd og að hann íhugi stöðu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 18:00 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira