Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:40 Vísir/Elín Margrét Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03