„Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 22:15 Vigdís er ekki sátt með skrif Jóns Gnarr. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43