Halda jól á pól við óvenjuleg veðurskilyrði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. desember 2018 14:15 Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður. Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður.
Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00
Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23