Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Eyþór Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41
Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30