Forsetinn sló jörðina upp í rjáfur Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2018 10:31 Guðni Th kom óvænt við sögu í jólasýningu Þjóðleikhússins en Siggi Sigurjóns fór á kostum í leikgerð sem byggir á hinni þekktu kvikmynd Chaplins. visir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018 Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018
Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00