Sautján ára norsk skíðastökkstjarna lést um jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 12:00 Thea Sofie Kleven. Vísir/Getty Ein af mögulegum framtíðastjörnum norska skíðastökkslandsliðsins náði aldrei að halda upp á átján ára afmælisdaginn sinn. Norska skíðsambandið sagði frá því í dag að hin sautján ára gamla Thea Sofie Kleven hafi látist um jólin. Thea Sofie Kleven var í Ólympíuhópi Norðmanna fyrir komandi vetrarólympíuleika í Peking í Kína sem fara fram árið 2022.Norges Skiforbund melder at Thea Kleven (17) er død. https://t.co/Fc48pX1kZ1 — Bergens Tidende (@btno) December 27, 2018„Öll skíðastökksfjölskyldan syrgir Theu og hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu hennar,“ sagði Clas Brede Bråten, yfirmaður norska skíðastökkslandsliðsins í fréttatilkynnigu frá norska skíðsambandinu. „Á sama tíma er mikilvægt að við pössum upp á það að gera allt til þess að fjölskylda hennar og vinir fái frið og tíma. Við ætlum að hjálpa fjölskyldu hennar að komast í gegnum sorgarferlið. Þetta mál hefur haft mikil áhrif á okkur öll,“ sagði Bråten. „Við munum aldrei gleyma Theu. Hún tók þátt í 2022-verkefninu okkar og átti fyrir sér bjarta framtíð í skíðstökkinu. Thea hafði allt til þess að bera til að verða alþjóðleg stjarna og þátttaka hennar í heimsbikarnum sýnir hversu mikla trú við höfðum á henni. Nú biðjum við alla að gefa fjölskyldu hennar frið um þessa jólahátíð sem hefur breyst svo skyndilega hjá okkur,“ sagði Bråten. Norska skíðasambandið mun ekki tjá sig meira um lát Theu Sofie Kleven og ekki kemur fram hvernig hún dó. Sambandið biðlar líka til fjölmiðla að virða óskir fjölskyldu hennar um að fá að vera í friði. Aðrar íþróttir Andlát Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Ein af mögulegum framtíðastjörnum norska skíðastökkslandsliðsins náði aldrei að halda upp á átján ára afmælisdaginn sinn. Norska skíðsambandið sagði frá því í dag að hin sautján ára gamla Thea Sofie Kleven hafi látist um jólin. Thea Sofie Kleven var í Ólympíuhópi Norðmanna fyrir komandi vetrarólympíuleika í Peking í Kína sem fara fram árið 2022.Norges Skiforbund melder at Thea Kleven (17) er død. https://t.co/Fc48pX1kZ1 — Bergens Tidende (@btno) December 27, 2018„Öll skíðastökksfjölskyldan syrgir Theu og hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu hennar,“ sagði Clas Brede Bråten, yfirmaður norska skíðastökkslandsliðsins í fréttatilkynnigu frá norska skíðsambandinu. „Á sama tíma er mikilvægt að við pössum upp á það að gera allt til þess að fjölskylda hennar og vinir fái frið og tíma. Við ætlum að hjálpa fjölskyldu hennar að komast í gegnum sorgarferlið. Þetta mál hefur haft mikil áhrif á okkur öll,“ sagði Bråten. „Við munum aldrei gleyma Theu. Hún tók þátt í 2022-verkefninu okkar og átti fyrir sér bjarta framtíð í skíðstökkinu. Thea hafði allt til þess að bera til að verða alþjóðleg stjarna og þátttaka hennar í heimsbikarnum sýnir hversu mikla trú við höfðum á henni. Nú biðjum við alla að gefa fjölskyldu hennar frið um þessa jólahátíð sem hefur breyst svo skyndilega hjá okkur,“ sagði Bråten. Norska skíðasambandið mun ekki tjá sig meira um lát Theu Sofie Kleven og ekki kemur fram hvernig hún dó. Sambandið biðlar líka til fjölmiðla að virða óskir fjölskyldu hennar um að fá að vera í friði.
Aðrar íþróttir Andlát Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira