Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 19:30 Björgvin Karl Guðmundsson. Vísir/Einar Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“ CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sjá meira
Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“
CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sjá meira
Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30