Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 19:30 Björgvin Karl Guðmundsson. Vísir/Einar Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“ CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira
Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“
CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira
Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30