Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 11:40 Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00