Nú er tími breytinga Kristjana B Guðbrandsdóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 Leikkonurnar fimm. Verk Shakespeares um Ríkharð þriðja er átakasaga um illsku og valdagræðgi. Þar sem valdamiklir karlar hafa örlög valdalítilla kvenna í hendi sér. Fimm kynslóðir kvenna takast á við Ríkharð sem Hjörtur Jóhann Jónsson leikur. Kristbjörg Kjeld er elst og reynslumest í leikhópnum og fer með hlutverk hinnar útlægu Margrétar drottningar. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur móður Ríkharðs. Edda Björg Eyjólfsdóttir er Elísabet drottning og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur lafði Önnu. Yngst í leikhópnum er Sólbjört Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Elísabetar yngri. Leikstjóri verksins, Brynhildur Guðjónsdóttir, lýsti sýn sinni á verkið í viðtali í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Hún sagðist skoða verkið út frá sjónarhóli kvenna. „Í verkinu skiptist hann á að eiga í samtali við konurnar og eigin samvisku. Allar konur sem hann hittir reynir hann að knésetja en að lokum verður þeim ljóst að þær verða að taka höndum saman,“ segir Brynhildur. Leikkonurnar fimm sem fara með hlutverk kvennanna sem Ríkharður reynir að knésetja taka sér tíma frá stífum æfingum til þess að ræða við blaðamann um leikgerðina og hvernig hún tengist samtímanum.Þórunn Arna Kristjánsdóttir.Sigrún: Í þeim uppsetningum sem ég hef séð á Ríkharði þriðja, þá hafa leikgerðirnar yfirleitt lagt áherslu á valdatafl karlmannanna. Í þessari leikgerð er kvennakrafturinn sem er frá hendi Shakespeares dreginn fram. Það kemur á óvart hversu stór hlutur kvennana er í heildarverkinu. Það eru margar glæsilegar senur sem ég hef ekki séð áður. Þórunn Arna: Í öðrum uppfærslum á verkinu hefur stundum heilu kvenkarakterunum verið kastað út. Edda Björg: Já, til dæmis henni Elísabetu yngri sem Sólbjört leikur. Hún er stundum með en yfirleitt ekki sem eiginlegt hlutverk. Ef hún er höfð með í leikgerðinni þá er hún sjaldan með línur. Það er mjög spennandi að hennar hlutverk fær meira vægi því Elísabet yngri amma Elísabetar fyrstu er sprottin úr þessum jarðvegi. Elísabet yngri stígur einmitt fram í lokin sem hin raunverulega sól Jórvíkinga á vígvellinum eftir fall Ríkharðs. Hún mælir einnig lokaorð verksins sem eru að aldrei aftur eigi að láta völd i hendur einstaklinga sem fórna öllu í þágu eigin hagsmuna. Sólbjört: Mér finnst skrýtið að hafa hana ekki með. Fyrir mér er það nauðsynlegt, einfaldlega til að skilja betur framvinduna. Elísabet yngri fær veigameira hlutverk en oft áður í þessari uppfærslu. Hún er vanalega ekki í leikgerðinni. Þórunn: Við fimm erum allar svo ólíkar. Við eigum misjafnan stað í valdatafli karlanna. En eigum það allar sameiginlegt að fá ekki að taka þátt í því. Sigrún: Á meðan örlög okkar fléttast inn í það. Þau eru undir körlunum komin.Sigrún Edda Björnsdóttir.Þær eru sammála um að æfingar á verkinu hafi gengið vel. Það kom þeim rækilega á óvart þegar ýmsar hliðstæður úr skálduðum heimi Shakespeares birtust í íslensku samfélagi og komu fram í tali valdakarla um konur á Klaustri. Kristbjörg: Það sem er búið að vera að gerast síðasta mánuðinn er eins og upp úr handriti Shakespeares. Sigrún: Þar sem valdið er að bralla á kostnað kvenna og þeirra sem minna mega sín. Edda: Það eru alltaf hliðstæður, það skiptir engu hvenær og hvar verkið er sett upp. Því mannskepnan er söm við sig. Kristbjörg: Shakespeare þekkir mannfólkið. Sálarlífið. Ég held að fólk geti alltaf fundið hliðstæður í öllu því sem hann skrifar. En þetta var auðvitað með nokkrum ólíkindum. Þrjár þeirra tóku þátt í leiklestri á samtali þingmannanna á Klaustri. Hvernig var það? Sigrún: Þetta var erfitt og sárt að lesa. Ég las það sem var haft eftir Sigmundi Davíð. Með þessum lestri var allt sem birtist í fjölmiðlum sett í tímalínu. Ég hafði ekki heyrt eða lesið allt sem sagt var í fjölmiðlum. Því var það þannig að um leið og ég las þá var ég að uppgötva hvað þetta var hræðilegt. Og stundum þá flissaði fólk, það var bara af því að því fannst þetta svo fáránlegt. Fólk var bara agndofa. Sumir hafa gagnrýnt að fólk hafi hlegið. Það eru bara tilfinningar fólks sem það hefur allan rétt á.Einhverjir gagnrýndu að færa samtalið á svið. Edda: Það er allt í lagi að gagnrýna það sem fram fer í leikhúsi. Við vorum meðvituð um að þetta væri svo vandmeðfarið. En þetta var ekki leiklestur. Sigrún: Við höfum áður sett á svið atburði í samfélaginu til þess að takast á við þá í leikhúsinu. Við lásum rannsóknarskýrsluna. Lesturinn tók heilu sólarhringana. Þórunn: Ég las það sem er á upptökunni og Bergþór segir. Ég reyndi bara að koma eins kalt að þessu og ég gat. Túlka ekkert. Lesa bara orðin sem stóðu á blaðinu. Hvernig tengist tíðarandinn inn í leikgerðina á Ríkharði? Og hvernig mynduð þið lýsa tíðarandanum í dag. Kristbjörg: Við litumst af tímunum sem við lifum. Og nú er deigla. Það er tími breytinga. MeToo-byltingin hefur haft mikil áhrif, þótt þau hafi ekki birst í Klaustursmálum hjá þessum körlum. Þar var tekið skref aftur á bak. Þórunn: Tal þingmannanna á Klaustri var bara eins og einn fundur karlanna í leikriti Shakespeares, þó að það sé ekki öðru við að jafna. Ríkharður gengur reyndar miklu lengra og myrðir þá sem eru fyrir honum. Hvort sem þeir eru vinir hans eða óvinir. Edda Björg: Við fórum í gegnum allar dauðasyndirnar í æfingaferlinu. Verkið snýst ekki bara um pólitík og völd. Heldur um manneskjuna og það sem innra með henni býr. Það er mikil sorg í þessu verki, hatur og eyðing. Illska og eiginleikar mannskepnunnar sem er að finna að einhverju leyti í okkur öllum. Sólbjört: Og ekki síst sú tilfinning að það sé aldrei nóg. Ekkert er nóg. Það kannast nú allir við þá tilfinningu í eigin lífi. Hjá Ríkharði tekur hún yfir allt. Það er aldrei nóg, sé hann kominn með eitthvað upp í hendurnar þá verður hann samt að fá meira. Það eru líklega um sextíu ár á milli yngstu og elstu leikkonunnar í hópnum? Þórunn Arna: Það er stórkostlegt. Það er góður andi í hópnum. Edda Björg: Já, það er bara mjög skýr sýn og fókus. Sigrún Edda: Svo er leikgerðin bara algjörlega frábær. Við erum góðar vinkonur. Kristbjörg: En við pælum voðalega lítið í því hvað við erum gamlar. Við erum bara hér og nú. Kristbjörg, hefur þú leikið í mörgum uppfærslum á Shakespeare? Kristbjörg: Við höfum ekki sett mikið af Shakespeare upp í íslensku leikhúsi. Ég hef til dæmis ekki leikið í nema þremur uppfærslum á Shakespeare. Mér finnst rosalega gaman að fást við hann. Það er sko bitastætt.Sólbjört Sigurðardóttir.Sólbjört, þetta er ekki bara fyrsta hlutverk þitt í verki eftir Shakespeare, þetta er fyrsta hlutverk þitt í leikriti á sviði í leikhúsi, ekki satt? Sólbjört: Já, það er rétt, ég er enn þá nemi í Listaháskólanum á samtímadansbraut og mun útskrifast í vor. Þetta er fyrsta stóra leikuppfærslan sem ég tek þátt í. Þetta er mögnuð reynsla og ég er heppin að fá að læra af öllu þessu fólki. Og þú átt meira að segja litla stúlku heyrði ég. Ert nýbökuð móðir? Sólbjört: Já, dóttir mín er rúmlega ársgömul. Það hefur gengið vel, hún er róleg stúlka. Edda Björg þú ferð með hlutverk Elísabetar, konu Játvarðs. Þetta er krefjandi hlutverk, ekki satt? Edda Björg: Játvarður deyr í upphafi verks og það er mikil sorg sem umlykur hana Elísabetu. Hún vill láta sig falla í sorgarinnar hyl. Þetta er þroskandi hlutverk að takast á við og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að túlka Elísabetu. Hún er frávita af sorg.Edda Björg.Sigrún Edda þú ferð með hlutverk móður Ríkharðs. Sigrún Edda: Hún á þennan dreng sem myrðir allt í kringum sig. Hún hefur misst manninn sinn í valdabrölti og ungan dreng í orrustu og svo missir hún Játvarð son sinn og Georg son sin. Svo missir hún líka barnabörn sín. Ríkharður er skömmin hennar. Svo erum við að velta fyrir okkur þessum tímum sem þetta verk er skrifað inn í. Ríkharður er fatlaður og á þeim tíma sem Shakespeare skrifar verkið var viðhorf til allra þeirra sem voru öðruvísi ekki jafn kærleiksríkt og það er í dag. Ríkharður var skömmin hennar. Við viljum að börn alist upp í kærleika því við trúum því að þannig verði þær góðar manneskjur. En hvernig elur maður af sér skrímsli? Lafði Anna sem Ríkharður ætlar sér að giftast. Hvernig hlutskipti er það eiginlega? Þórunn Arna: Það eru auðvitað hræðileg örlög en kannski það eina sem kona í hennar stöðu getur gert. Hvað annað bíður hennar? Hún er auðvitað í miklu áfalli þegar hún hittir Ríkharð og þá tekur maður ekki alltaf réttu ákvarðanirnar. Og Sólbjört, það er vel við hæfi að þú fáir að eiga lokaorðin hér eins og í leikgerðinni sjálfri. Hvað lærum við af þessu verki? Sólbjört: Það er enn von. Stöndum saman og hættum að kjósa illmenni til valda sem hugsa bara um sig sjálfa. Látum aldrei landinu framar stjórna, þá sem í eigin þágu hag þess fórna. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Verk Shakespeares um Ríkharð þriðja er átakasaga um illsku og valdagræðgi. Þar sem valdamiklir karlar hafa örlög valdalítilla kvenna í hendi sér. Fimm kynslóðir kvenna takast á við Ríkharð sem Hjörtur Jóhann Jónsson leikur. Kristbjörg Kjeld er elst og reynslumest í leikhópnum og fer með hlutverk hinnar útlægu Margrétar drottningar. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur móður Ríkharðs. Edda Björg Eyjólfsdóttir er Elísabet drottning og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur lafði Önnu. Yngst í leikhópnum er Sólbjört Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Elísabetar yngri. Leikstjóri verksins, Brynhildur Guðjónsdóttir, lýsti sýn sinni á verkið í viðtali í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Hún sagðist skoða verkið út frá sjónarhóli kvenna. „Í verkinu skiptist hann á að eiga í samtali við konurnar og eigin samvisku. Allar konur sem hann hittir reynir hann að knésetja en að lokum verður þeim ljóst að þær verða að taka höndum saman,“ segir Brynhildur. Leikkonurnar fimm sem fara með hlutverk kvennanna sem Ríkharður reynir að knésetja taka sér tíma frá stífum æfingum til þess að ræða við blaðamann um leikgerðina og hvernig hún tengist samtímanum.Þórunn Arna Kristjánsdóttir.Sigrún: Í þeim uppsetningum sem ég hef séð á Ríkharði þriðja, þá hafa leikgerðirnar yfirleitt lagt áherslu á valdatafl karlmannanna. Í þessari leikgerð er kvennakrafturinn sem er frá hendi Shakespeares dreginn fram. Það kemur á óvart hversu stór hlutur kvennana er í heildarverkinu. Það eru margar glæsilegar senur sem ég hef ekki séð áður. Þórunn Arna: Í öðrum uppfærslum á verkinu hefur stundum heilu kvenkarakterunum verið kastað út. Edda Björg: Já, til dæmis henni Elísabetu yngri sem Sólbjört leikur. Hún er stundum með en yfirleitt ekki sem eiginlegt hlutverk. Ef hún er höfð með í leikgerðinni þá er hún sjaldan með línur. Það er mjög spennandi að hennar hlutverk fær meira vægi því Elísabet yngri amma Elísabetar fyrstu er sprottin úr þessum jarðvegi. Elísabet yngri stígur einmitt fram í lokin sem hin raunverulega sól Jórvíkinga á vígvellinum eftir fall Ríkharðs. Hún mælir einnig lokaorð verksins sem eru að aldrei aftur eigi að láta völd i hendur einstaklinga sem fórna öllu í þágu eigin hagsmuna. Sólbjört: Mér finnst skrýtið að hafa hana ekki með. Fyrir mér er það nauðsynlegt, einfaldlega til að skilja betur framvinduna. Elísabet yngri fær veigameira hlutverk en oft áður í þessari uppfærslu. Hún er vanalega ekki í leikgerðinni. Þórunn: Við fimm erum allar svo ólíkar. Við eigum misjafnan stað í valdatafli karlanna. En eigum það allar sameiginlegt að fá ekki að taka þátt í því. Sigrún: Á meðan örlög okkar fléttast inn í það. Þau eru undir körlunum komin.Sigrún Edda Björnsdóttir.Þær eru sammála um að æfingar á verkinu hafi gengið vel. Það kom þeim rækilega á óvart þegar ýmsar hliðstæður úr skálduðum heimi Shakespeares birtust í íslensku samfélagi og komu fram í tali valdakarla um konur á Klaustri. Kristbjörg: Það sem er búið að vera að gerast síðasta mánuðinn er eins og upp úr handriti Shakespeares. Sigrún: Þar sem valdið er að bralla á kostnað kvenna og þeirra sem minna mega sín. Edda: Það eru alltaf hliðstæður, það skiptir engu hvenær og hvar verkið er sett upp. Því mannskepnan er söm við sig. Kristbjörg: Shakespeare þekkir mannfólkið. Sálarlífið. Ég held að fólk geti alltaf fundið hliðstæður í öllu því sem hann skrifar. En þetta var auðvitað með nokkrum ólíkindum. Þrjár þeirra tóku þátt í leiklestri á samtali þingmannanna á Klaustri. Hvernig var það? Sigrún: Þetta var erfitt og sárt að lesa. Ég las það sem var haft eftir Sigmundi Davíð. Með þessum lestri var allt sem birtist í fjölmiðlum sett í tímalínu. Ég hafði ekki heyrt eða lesið allt sem sagt var í fjölmiðlum. Því var það þannig að um leið og ég las þá var ég að uppgötva hvað þetta var hræðilegt. Og stundum þá flissaði fólk, það var bara af því að því fannst þetta svo fáránlegt. Fólk var bara agndofa. Sumir hafa gagnrýnt að fólk hafi hlegið. Það eru bara tilfinningar fólks sem það hefur allan rétt á.Einhverjir gagnrýndu að færa samtalið á svið. Edda: Það er allt í lagi að gagnrýna það sem fram fer í leikhúsi. Við vorum meðvituð um að þetta væri svo vandmeðfarið. En þetta var ekki leiklestur. Sigrún: Við höfum áður sett á svið atburði í samfélaginu til þess að takast á við þá í leikhúsinu. Við lásum rannsóknarskýrsluna. Lesturinn tók heilu sólarhringana. Þórunn: Ég las það sem er á upptökunni og Bergþór segir. Ég reyndi bara að koma eins kalt að þessu og ég gat. Túlka ekkert. Lesa bara orðin sem stóðu á blaðinu. Hvernig tengist tíðarandinn inn í leikgerðina á Ríkharði? Og hvernig mynduð þið lýsa tíðarandanum í dag. Kristbjörg: Við litumst af tímunum sem við lifum. Og nú er deigla. Það er tími breytinga. MeToo-byltingin hefur haft mikil áhrif, þótt þau hafi ekki birst í Klaustursmálum hjá þessum körlum. Þar var tekið skref aftur á bak. Þórunn: Tal þingmannanna á Klaustri var bara eins og einn fundur karlanna í leikriti Shakespeares, þó að það sé ekki öðru við að jafna. Ríkharður gengur reyndar miklu lengra og myrðir þá sem eru fyrir honum. Hvort sem þeir eru vinir hans eða óvinir. Edda Björg: Við fórum í gegnum allar dauðasyndirnar í æfingaferlinu. Verkið snýst ekki bara um pólitík og völd. Heldur um manneskjuna og það sem innra með henni býr. Það er mikil sorg í þessu verki, hatur og eyðing. Illska og eiginleikar mannskepnunnar sem er að finna að einhverju leyti í okkur öllum. Sólbjört: Og ekki síst sú tilfinning að það sé aldrei nóg. Ekkert er nóg. Það kannast nú allir við þá tilfinningu í eigin lífi. Hjá Ríkharði tekur hún yfir allt. Það er aldrei nóg, sé hann kominn með eitthvað upp í hendurnar þá verður hann samt að fá meira. Það eru líklega um sextíu ár á milli yngstu og elstu leikkonunnar í hópnum? Þórunn Arna: Það er stórkostlegt. Það er góður andi í hópnum. Edda Björg: Já, það er bara mjög skýr sýn og fókus. Sigrún Edda: Svo er leikgerðin bara algjörlega frábær. Við erum góðar vinkonur. Kristbjörg: En við pælum voðalega lítið í því hvað við erum gamlar. Við erum bara hér og nú. Kristbjörg, hefur þú leikið í mörgum uppfærslum á Shakespeare? Kristbjörg: Við höfum ekki sett mikið af Shakespeare upp í íslensku leikhúsi. Ég hef til dæmis ekki leikið í nema þremur uppfærslum á Shakespeare. Mér finnst rosalega gaman að fást við hann. Það er sko bitastætt.Sólbjört Sigurðardóttir.Sólbjört, þetta er ekki bara fyrsta hlutverk þitt í verki eftir Shakespeare, þetta er fyrsta hlutverk þitt í leikriti á sviði í leikhúsi, ekki satt? Sólbjört: Já, það er rétt, ég er enn þá nemi í Listaháskólanum á samtímadansbraut og mun útskrifast í vor. Þetta er fyrsta stóra leikuppfærslan sem ég tek þátt í. Þetta er mögnuð reynsla og ég er heppin að fá að læra af öllu þessu fólki. Og þú átt meira að segja litla stúlku heyrði ég. Ert nýbökuð móðir? Sólbjört: Já, dóttir mín er rúmlega ársgömul. Það hefur gengið vel, hún er róleg stúlka. Edda Björg þú ferð með hlutverk Elísabetar, konu Játvarðs. Þetta er krefjandi hlutverk, ekki satt? Edda Björg: Játvarður deyr í upphafi verks og það er mikil sorg sem umlykur hana Elísabetu. Hún vill láta sig falla í sorgarinnar hyl. Þetta er þroskandi hlutverk að takast á við og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að túlka Elísabetu. Hún er frávita af sorg.Edda Björg.Sigrún Edda þú ferð með hlutverk móður Ríkharðs. Sigrún Edda: Hún á þennan dreng sem myrðir allt í kringum sig. Hún hefur misst manninn sinn í valdabrölti og ungan dreng í orrustu og svo missir hún Játvarð son sinn og Georg son sin. Svo missir hún líka barnabörn sín. Ríkharður er skömmin hennar. Svo erum við að velta fyrir okkur þessum tímum sem þetta verk er skrifað inn í. Ríkharður er fatlaður og á þeim tíma sem Shakespeare skrifar verkið var viðhorf til allra þeirra sem voru öðruvísi ekki jafn kærleiksríkt og það er í dag. Ríkharður var skömmin hennar. Við viljum að börn alist upp í kærleika því við trúum því að þannig verði þær góðar manneskjur. En hvernig elur maður af sér skrímsli? Lafði Anna sem Ríkharður ætlar sér að giftast. Hvernig hlutskipti er það eiginlega? Þórunn Arna: Það eru auðvitað hræðileg örlög en kannski það eina sem kona í hennar stöðu getur gert. Hvað annað bíður hennar? Hún er auðvitað í miklu áfalli þegar hún hittir Ríkharð og þá tekur maður ekki alltaf réttu ákvarðanirnar. Og Sólbjört, það er vel við hæfi að þú fáir að eiga lokaorðin hér eins og í leikgerðinni sjálfri. Hvað lærum við af þessu verki? Sólbjört: Það er enn von. Stöndum saman og hættum að kjósa illmenni til valda sem hugsa bara um sig sjálfa. Látum aldrei landinu framar stjórna, þá sem í eigin þágu hag þess fórna.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira