Endar á götunni eða í fangaklefa eftir innlögn á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2018 19:00 Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira