Hreinn tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. desember 2018 20:12 Hreinn Halldórsson var heiðraður á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í kvöld. mynd/ísí Hreinn Halldórsson var í kvöld tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hreinn er átjándi einstaklingurinn sem fær sæti í Heiðurshöllinni. Hreinn var kúluvarpari og varð fyrstur Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innahúss. Hann gerði það þann 13. mars 1977 á Spáni. Þá vann hann gullverðlaun fyrir að kasta kúlunni 20,59 metra. Strandamaðurinn varð þrisvar valinn Íþróttamaður ársins, árin 1976, 1977 og 1979. Hreinn setti Íslandsmet í kúluvarpi árið 1977 sem átti eftir að standa í þrettán ár þegar hann kastaði kúlunni 21,09 metra í Stokkhólmi. Árið 1979 átti Hreinn sjötta besta afrek frjálsíþróttaheimsins þegar hann varpaði kúlunni 20,69 metra. Hreinn lagði kúluna á hilluna árið 1982 og hefur síðustu áratugi verið búsettur á Egilsstöðum. Hreinn er átjándi íþróttamaðurinn sem kemst inn í Heiðurshöllina en þar eru fyrir Vilhjálmur Einarsson, Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson, Jón Kaldal og Skúli Margeir Óskarsson. Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Hreinn Halldórsson var í kvöld tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hreinn er átjándi einstaklingurinn sem fær sæti í Heiðurshöllinni. Hreinn var kúluvarpari og varð fyrstur Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innahúss. Hann gerði það þann 13. mars 1977 á Spáni. Þá vann hann gullverðlaun fyrir að kasta kúlunni 20,59 metra. Strandamaðurinn varð þrisvar valinn Íþróttamaður ársins, árin 1976, 1977 og 1979. Hreinn setti Íslandsmet í kúluvarpi árið 1977 sem átti eftir að standa í þrettán ár þegar hann kastaði kúlunni 21,09 metra í Stokkhólmi. Árið 1979 átti Hreinn sjötta besta afrek frjálsíþróttaheimsins þegar hann varpaði kúlunni 20,69 metra. Hreinn lagði kúluna á hilluna árið 1982 og hefur síðustu áratugi verið búsettur á Egilsstöðum. Hreinn er átjándi íþróttamaðurinn sem kemst inn í Heiðurshöllina en þar eru fyrir Vilhjálmur Einarsson, Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson, Jón Kaldal og Skúli Margeir Óskarsson.
Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira