Mannréttindayfirlýsingin sjötíu ára og rædd í Veröld Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 08:00 Eleanor Roosevelt var formaður nefndarinnar sem samdi Mannréttindayfirlýsinguna. NORDICPHOTOS/GETTY Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira