Gunnar sneri aftur með látum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 08:45 Gunnar búinn að ná góðri stöðu í annarri lotu og lét hann höggin dynja stuttu síðar. Hann lauk bardaganum á því að ná hengingartaki. fréttablaðið/getty Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Sjá meira
Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Sjá meira