María og stöllur í erfiðum riðli með Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 20:00 Miðvörðurinn María Þórisdóttir, hér fyrir miðju ásamt liðsfélögum sínum í norska landsliðinu fyrir æfingarleik gegn Svíþjóð. fréttablaðið/getty Dregið var í riðlakeppnina fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í kvennaflokki um helgina en alls senda 24 lönd lið til leiks. Noregur með Selfyssinginn Maríu Þórisdóttur, dóttur Þóris Hergeirssonar, innanborðs fékk erfiðan riðil með heimaþjóðinni Frakklandi. Íslenska kvennalandsliðið missti af tækifæri að komast inn á lokakeppni HM í haust í fyrsta sinn þegar þær horfðu á eftir efsta sætinu til Þýskalands og rétt misstu af umspilssæti í lokaumferðinni. Norska landsliðið með Maríu innanborðs lenti í riðli með heimaþjóðinni Frakklandi sem er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA, Suður-Kóreu sem er einu sæti fyrir neðan Noreg á listanum og Nígeríu sem vann nýlega Afríkukeppnina. Bandaríska landsliðið þykir sigurstranglegt, hefur enda leikið til úrslita í síðustu tvö skipti og er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með þrjá titla. Bandaríkin eru með Svíþjóð í riðli, sem sló út bandaríska liðið á Ólympíuleikunum 2016, ásamt Taílandi og Síle sem eru óþekktari númer. Ríkjandi Evrópumeistararnir í Hollandi voru nokkuð heppnar með riðil eftir að hafa þurft á umspili að halda til að öðlast þátttökurétt í Frakklandi næsta sumar. Holland er með Kanada í riðli sem er eitt af sterkari liðum heims en Nýja-Sjáland hefur ekki leikið vel að undanförnu og Kamerún hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í lokakeppni HM. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Dregið var í riðlakeppnina fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í kvennaflokki um helgina en alls senda 24 lönd lið til leiks. Noregur með Selfyssinginn Maríu Þórisdóttur, dóttur Þóris Hergeirssonar, innanborðs fékk erfiðan riðil með heimaþjóðinni Frakklandi. Íslenska kvennalandsliðið missti af tækifæri að komast inn á lokakeppni HM í haust í fyrsta sinn þegar þær horfðu á eftir efsta sætinu til Þýskalands og rétt misstu af umspilssæti í lokaumferðinni. Norska landsliðið með Maríu innanborðs lenti í riðli með heimaþjóðinni Frakklandi sem er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA, Suður-Kóreu sem er einu sæti fyrir neðan Noreg á listanum og Nígeríu sem vann nýlega Afríkukeppnina. Bandaríska landsliðið þykir sigurstranglegt, hefur enda leikið til úrslita í síðustu tvö skipti og er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með þrjá titla. Bandaríkin eru með Svíþjóð í riðli, sem sló út bandaríska liðið á Ólympíuleikunum 2016, ásamt Taílandi og Síle sem eru óþekktari númer. Ríkjandi Evrópumeistararnir í Hollandi voru nokkuð heppnar með riðil eftir að hafa þurft á umspili að halda til að öðlast þátttökurétt í Frakklandi næsta sumar. Holland er með Kanada í riðli sem er eitt af sterkari liðum heims en Nýja-Sjáland hefur ekki leikið vel að undanförnu og Kamerún hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í lokakeppni HM.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira