Tíðarandinn nær jafnvel í gegn í kirkjugörðunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2018 09:00 Heimir segir Hólavallakirkjugarð draga dám af borgarskipulaginu. Fréttablaðið/Stefán Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira