Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. desember 2018 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson segist enn þokkalega bjartsýnn en kjarasamningar losna um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það þarf að liggja fyrir eins fljótt og hægt er hvort við náum saman. Við ætlum að setja allt púður í þetta í vikunni en ég held að framhaldið muni skýrast í lok vikunnar. Ef niðurstaðan verður sú að málinu verði vísað til ríkissáttasemjara munum við leggja allt í sölurnar til að ná saman þar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR og SA hafa átt nokkra fundi og hittast aftur í dag. „Við ætlum að taka langan fund og markmiðið er að reyna að komast til botns í því eins fljótt og hægt er hvort við sjáum til lands eða ekki. Þetta verða mjög flóknir samningar en það er verið að vinna á fullu. Svo er bara spurning hvort við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða okkar nálgun.“ Ragnar Þór segir aðila aðeins farna að ræða launaliðinn en í leiðinni sé unnið að praktískum atriðum og bókunum. „Við erum að koma hópavinnu í gang og það eru ýmis mál komin í vinnslu hjá sérfræðingum VR og SA. Varðandi aðkomu stjórnvalda förum við vonandi að sjá eitthvað til sólar í vinnu skattahópsins sem er í gangi.“ Ragnar Þór segist enn leggja mikla áherslu á að samið verði til þriggja ára. „Það er stemning í samfélaginu fyrir átökum eins og við sáum í könnun MMR. Það er stemning með nýrri forystu núna og ég er hræddur um það að hún gæti tapast að einhverjum hluta ef við fylgjum ekki þessari kröfu okkar um lengri samning vel eftir. Lengri samningi fylgja að mínu mati meiri líkur á raunverulegum kerfisbreytingum.“ Það gæti verið lykillinn að því að opinberu stéttarfélögin verði með í lengri sátt á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur því ástandi sem verið hefur að félögin eru alltaf að semja til tólf mánaða með sex mánaða millibili. Við gerum samning, svo koma aðrir hópar og vilja meira. Ég held að lykillinn að sáttinni liggi fyrst og fremst í raunverulegum kerfisbreytingum til að reyna að bæta hér lífskjör fólks á kannski mun breiðari skala en gert hefur verið áður.“Ræða þurfi gjaldmiðilsmálin Aðspurður segir Ragnar Þór að staða gjaldmiðilsins hafi ekki verið rædd innan VR eða ASÍ en krónan hefur veikst töluvert undanfarið. „Við vitum það að gjaldmiðillinn okkar hefur verið notaður í þágu ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Það er okkar hópur sem borgar fyrir sveiflur á gjaldmiðlinum en svo eru aðrir hópar í okkar samfélagi sem njóta á móti góðs af því.“ Hann segir að breytingar í gjaldmiðilsmálum verði ekki að veruleika innan tímaramma þeirra kjarasamninga sem nú eru til umræðu. Hins vegar sé æskilegt að ræða þessi mál til framtíðar. „Þetta er það mikið hagsmunamál almennings og okkar félagsmanna að það væri í rauninni fáránlegt ef verkalýðshreyfingin væri ekki að velta þessum málum upp og ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00 Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00 Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Það þarf að liggja fyrir eins fljótt og hægt er hvort við náum saman. Við ætlum að setja allt púður í þetta í vikunni en ég held að framhaldið muni skýrast í lok vikunnar. Ef niðurstaðan verður sú að málinu verði vísað til ríkissáttasemjara munum við leggja allt í sölurnar til að ná saman þar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samninganefndir VR og SA hafa átt nokkra fundi og hittast aftur í dag. „Við ætlum að taka langan fund og markmiðið er að reyna að komast til botns í því eins fljótt og hægt er hvort við sjáum til lands eða ekki. Þetta verða mjög flóknir samningar en það er verið að vinna á fullu. Svo er bara spurning hvort við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða okkar nálgun.“ Ragnar Þór segir aðila aðeins farna að ræða launaliðinn en í leiðinni sé unnið að praktískum atriðum og bókunum. „Við erum að koma hópavinnu í gang og það eru ýmis mál komin í vinnslu hjá sérfræðingum VR og SA. Varðandi aðkomu stjórnvalda förum við vonandi að sjá eitthvað til sólar í vinnu skattahópsins sem er í gangi.“ Ragnar Þór segist enn leggja mikla áherslu á að samið verði til þriggja ára. „Það er stemning í samfélaginu fyrir átökum eins og við sáum í könnun MMR. Það er stemning með nýrri forystu núna og ég er hræddur um það að hún gæti tapast að einhverjum hluta ef við fylgjum ekki þessari kröfu okkar um lengri samning vel eftir. Lengri samningi fylgja að mínu mati meiri líkur á raunverulegum kerfisbreytingum.“ Það gæti verið lykillinn að því að opinberu stéttarfélögin verði með í lengri sátt á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur því ástandi sem verið hefur að félögin eru alltaf að semja til tólf mánaða með sex mánaða millibili. Við gerum samning, svo koma aðrir hópar og vilja meira. Ég held að lykillinn að sáttinni liggi fyrst og fremst í raunverulegum kerfisbreytingum til að reyna að bæta hér lífskjör fólks á kannski mun breiðari skala en gert hefur verið áður.“Ræða þurfi gjaldmiðilsmálin Aðspurður segir Ragnar Þór að staða gjaldmiðilsins hafi ekki verið rædd innan VR eða ASÍ en krónan hefur veikst töluvert undanfarið. „Við vitum það að gjaldmiðillinn okkar hefur verið notaður í þágu ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Það er okkar hópur sem borgar fyrir sveiflur á gjaldmiðlinum en svo eru aðrir hópar í okkar samfélagi sem njóta á móti góðs af því.“ Hann segir að breytingar í gjaldmiðilsmálum verði ekki að veruleika innan tímaramma þeirra kjarasamninga sem nú eru til umræðu. Hins vegar sé æskilegt að ræða þessi mál til framtíðar. „Þetta er það mikið hagsmunamál almennings og okkar félagsmanna að það væri í rauninni fáránlegt ef verkalýðshreyfingin væri ekki að velta þessum málum upp og ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00 Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00 Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Formaður VR veður reyk Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. 6. desember 2018 07:00
Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. 10. desember 2018 21:00
Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. 5. desember 2018 15:20