Alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót í Höllinni: „Samkeppnin verður mjög hörð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Konráð þekki þennan bransa mjög vel. mynd/mummi lú „Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni. Aflraunir Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
„Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni.
Aflraunir Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira