Danir grófu upp elstu myndbönd sín af Íslendingum í tilefni af fullveldisafmælinu Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Á myndböndunum má meðal annars sjá frá heimsóknum alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 og heimsóknum Danakonunga til Íslands 1907 og 1921. Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen. Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen.
Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46