Sport

Íslenskur snjóbrettakappi fagnaði sigri á norsku mótaröðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marinó Kristjánsson efstur á palli.
Marinó Kristjánsson efstur á palli. Mynd/Skíðasamband Íslands
Íslenski snjóbrettakappinn Marinó Kristjánsson er að gera góða hluti í upphafi snjóbrettatímabilsins en eins og sigur hans á móti í Noregi sýnir og sannar.

Marinó Kristjánsson vann í slopestyle (brekkustíll) á Noregscup sem fór fram í Geilo í Noregi á sunnnudaginn. Skíðasamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Tveir íslenskir A-landsliðsmenn á snjóbrettum voru meðal þátttakenda, Marinó og svo líka Baldur Vilhelmsson, en þeir stunda báðir nám við NTG í Geilo.

Marinó Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og vann fullorðinsflokkinn en Baldur Vilhelmsson endaði í fjórða sæti í unglingaflokki.

Þetta eru frábær úrslit fyrir okkar mann og það er greinilegt að Marinó er að hefja þetta tímabil af krafti en fyrir stuttu endaði hann í þrettánda sæti á Evrópubikarmóti í Landgraaf í Hollandi.

Marinó er nýorðinn átján ára en hann hélt upp á sjálfæðið á sjálfan fullveldisdaginn 1. desember síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×