Stærsta kvikmyndastjarna Íslandssögunnar drapst Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. desember 2018 09:00 Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð. Getty Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira