„Að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2018 14:30 Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira