Skýr leiðarvísir Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2018 08:00 Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun