Birta kitlu fyrir kvikmyndina um Downton Abbey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 17:24 Skjáskot úr kitlunni fyrir myndina. Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Ekkert er þó gefið upp um söguþráðinn svo þeir aðdáendur sem bíða í ofvæni eftir því að vita meira þurfa að bíða eftir fyrstu stiklunni sem er væntanleg ef marka má kitluna. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015. Í júlí síðastliðnum var svo staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar og fóru tökur fram í haust. Í Downton Abbey-myndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði líkt og gert var í þáttunum. Michelle Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið. Tengdar fréttir Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Ekkert er þó gefið upp um söguþráðinn svo þeir aðdáendur sem bíða í ofvæni eftir því að vita meira þurfa að bíða eftir fyrstu stiklunni sem er væntanleg ef marka má kitluna. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015. Í júlí síðastliðnum var svo staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar og fóru tökur fram í haust. Í Downton Abbey-myndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði líkt og gert var í þáttunum. Michelle Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.
Tengdar fréttir Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46