Birta kitlu fyrir kvikmyndina um Downton Abbey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 17:24 Skjáskot úr kitlunni fyrir myndina. Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Ekkert er þó gefið upp um söguþráðinn svo þeir aðdáendur sem bíða í ofvæni eftir því að vita meira þurfa að bíða eftir fyrstu stiklunni sem er væntanleg ef marka má kitluna. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015. Í júlí síðastliðnum var svo staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar og fóru tökur fram í haust. Í Downton Abbey-myndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði líkt og gert var í þáttunum. Michelle Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið. Tengdar fréttir Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Ekkert er þó gefið upp um söguþráðinn svo þeir aðdáendur sem bíða í ofvæni eftir því að vita meira þurfa að bíða eftir fyrstu stiklunni sem er væntanleg ef marka má kitluna. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015. Í júlí síðastliðnum var svo staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar og fóru tökur fram í haust. Í Downton Abbey-myndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði líkt og gert var í þáttunum. Michelle Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.
Tengdar fréttir Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46