Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:04 May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31