Enski boltinn

Arnór Ingvi og félagar mæta Chelsea en Arsenal fékk Bate

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason í leik með Malmö.
Arnór Ingvi Traustason í leik með Malmö. Vísir/Getty
Ensku stórliðin Arsenal og Chelsea voru í pottinum þegar dregið var í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. Arsenal fer til Hvíta-Rússlands en Chelsea til Svíþjóðar.

Arsenal drógst á móti hvít-rússneska félaginu Bate Borisov en það þýðir að Arsenal menn þurfa að fara í langt ferðalag í febrúar. Íslendingar ættu að þekkja vel til Bate Borisov eftir leiki liðsins við íslensk lið á síðustu árum.

Íslensku atvinnumennirnir fá spennandi leiki með liðum sínum.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í sænska liðinu Malmö drógust á móti ensku bikarmeisturunum í Chelsea. Arnór Ingvi ætti þar að fá flottan glugga til að sýna sig.

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar FC Zürich mæta ítalska félaginu Napoli en ítalska liðið rétt missti af sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar í Rússlandi mæta þýska liðinu Bayer Leverkusen.

Liðin sem mætast í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar:

Rapid Vín - Internazionale Milan

Slavia Prag - Genk

Viktoria Plzen - Dinamo Zagreb

Club Brugge - Red Bull Salzburg

Krasnodar - Bayer Leverkusen

FC Zürich - Napoli

Malmö - Chelsea

Shakhtar Donetsk - Eintracht Frankfurt

Celtic - Valencia

Rennes - Real Betis

Olympiakos - Dynamo Kiev

Lazio - Sevilla

Fenerbahce - Zenit

Sporting - Villarreal

Bate Borisov - Arsenal

Galatasaray - Benfica




Fleiri fréttir

Sjá meira


×