Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:59 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira