Enski boltinn

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir yfir leiktímanum í Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Arsenal láta í sér heyra.
Stuðningsmenn Arsenal láta í sér heyra. vísir/getty
Síðari Evrópudeildarleikur Arsenal gegn Bate Borisov í 32-liða úrslitum keppninnar verður spilaður á fimmtudegi ekki miðvikudegi eins og greint var frá í upphafi.

UEFA hafði í byrjun gefið það út að leikurinn færi fram á miðvikudagskvöldið svo að Chelsea og Arsenal myndu ekki spila heimaleiki sama kvöld í London.

Nú hefur Sky Sports fengið það staðfest að leikirnir munu báðir fara fram 21. febrúar eftir að félögin ræddi við lögregluyfirvöld þar í landi.

Leikur Arsenal og Bate hefst klukkan 17.55 en leikur Chelsea gegn Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Malmö verður flautaður á klukkan 20.00.

Stuðningsmenn Arsenal voru afar ósáttir með leiktímann í upphafi en nú hefur honum verið breytt úr 17.00 í 17.55. Þeir eru þó ekki alls kosta sáttir eins og má sjá hér að neðan en þeir telja leikinn hefjast of snemma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×