„Conor og Gunnar eins og dagur og nótt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. desember 2018 20:00 Félagarnir saman á blaðamannafundi. vísir/getty John Kavanagh, þjálfari bæði Gunnars Nelson og Conor McGregor, segir þá æfingarfélaganna vera algjörlega svart og hvítt. Þetta sagði hann í viðtali við írska Independent. Flestir sem sjá McGregor þá sjá þeir ákveðna glanstýpu af manni sem flestir halda að lifi villtum lífstíl og eyðir mikið af peningum. Svo er ekki segir þjálfari hans. Hann segir að hann spari peninginn sinn en á síðasta ári þénaði hann tæplega hundrað milljónir Bandaríkjadala auk þess sem hann er með sitt eigið viskí merki. „Þetta hljómar skringilega en hann eyðir ekki mikið af peningum. Honum er gefið allt sem hann klæðist. Honum eru gefnir bílarnir sem hann keyrir á. Hann borðar ekki á veitingastöðum heldur eldar konan hans matinn fyrir hann.“ „Ég er einnig með íslenskan bardagamnan; Gunnar Nelson. Þú gætir ekki fundið jafn mikið „ying og yang“. Gunnar myndi ekki segja tvö orð í viðtali. Hans yfirbragð hefur aldrei breyst og hann hefur verið lengur en Conor í UFC.“ Conor barðist við Floyd Mayweather í box hringnum á síðasta ári og þénaði rosalega peninga á því kvöldi en svo á þessu ári tapaði hann gegn Kabib Nurmagomedov þar sem peningarnir flæddu einnig inn. „Ég lít á þá og hugsa: Þetta er eins og dagur og nótt. Ímyndið ykkur ef ég hefði sagt við Conor fyrir sjö til átta árum: Helvítis, hagaðu þér eins og Gunnar. Vertu kurteis og rólegur.“ „Hann hefði litið á mig í dag og sagt: John, ég er blankur. Svo ef við getum samþykkt það að vera atvinnu bardagamaður snýst um ná sér í peninga þá er leiðin hans Conor klárlega best.“ Conor fær ekki bara peninga fyrir að berjast en eins og áður sagði í fréttinni þá er Conor borgað fyrir að gera margt sem hann gerir. John nefndi nokkra aðilar sem hann vinnur með. „Burger King, Beats by Dre, Monster Energy, David August, BSN, Anheuser-Busch, HiSmile og Betsafe.“ MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari bæði Gunnars Nelson og Conor McGregor, segir þá æfingarfélaganna vera algjörlega svart og hvítt. Þetta sagði hann í viðtali við írska Independent. Flestir sem sjá McGregor þá sjá þeir ákveðna glanstýpu af manni sem flestir halda að lifi villtum lífstíl og eyðir mikið af peningum. Svo er ekki segir þjálfari hans. Hann segir að hann spari peninginn sinn en á síðasta ári þénaði hann tæplega hundrað milljónir Bandaríkjadala auk þess sem hann er með sitt eigið viskí merki. „Þetta hljómar skringilega en hann eyðir ekki mikið af peningum. Honum er gefið allt sem hann klæðist. Honum eru gefnir bílarnir sem hann keyrir á. Hann borðar ekki á veitingastöðum heldur eldar konan hans matinn fyrir hann.“ „Ég er einnig með íslenskan bardagamnan; Gunnar Nelson. Þú gætir ekki fundið jafn mikið „ying og yang“. Gunnar myndi ekki segja tvö orð í viðtali. Hans yfirbragð hefur aldrei breyst og hann hefur verið lengur en Conor í UFC.“ Conor barðist við Floyd Mayweather í box hringnum á síðasta ári og þénaði rosalega peninga á því kvöldi en svo á þessu ári tapaði hann gegn Kabib Nurmagomedov þar sem peningarnir flæddu einnig inn. „Ég lít á þá og hugsa: Þetta er eins og dagur og nótt. Ímyndið ykkur ef ég hefði sagt við Conor fyrir sjö til átta árum: Helvítis, hagaðu þér eins og Gunnar. Vertu kurteis og rólegur.“ „Hann hefði litið á mig í dag og sagt: John, ég er blankur. Svo ef við getum samþykkt það að vera atvinnu bardagamaður snýst um ná sér í peninga þá er leiðin hans Conor klárlega best.“ Conor fær ekki bara peninga fyrir að berjast en eins og áður sagði í fréttinni þá er Conor borgað fyrir að gera margt sem hann gerir. John nefndi nokkra aðilar sem hann vinnur með. „Burger King, Beats by Dre, Monster Energy, David August, BSN, Anheuser-Busch, HiSmile og Betsafe.“
MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira