Mikil fjölgun umsókna í Tækniþróunarsjóð þýðir að færri fá styrki Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:30 Rannís sér um rekstur Tækniþróunarsjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
„Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira