Minjastofnun segir friðun Víkurgarðs ekki hafa áhrif á hótelbyggingu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2018 18:45 Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Borgarstjórn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Borgarstjórn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira