Minjastofnun segir friðun Víkurgarðs ekki hafa áhrif á hótelbyggingu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2018 18:45 Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira