Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. desember 2018 06:45 Frá friðargöngunni á Laugavegi á Þorláksmessu 2015. Fréttablaðið/Stefán „Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
„Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira