Efling slítur sig frá SGS Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 21:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44
Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07