Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:15 Ákveðið var að vísa Ólafi og Karli Gauta úr Flokki fólksins. Fréttablaðið/Stefán Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira