Líkir vinnubrögðum flokksins við ógnarstjórn Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 1. desember 2018 21:51 Þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins eru ósáttir við vinnubrögð stjórnarinnar og segir Ólafur Ísleifsson þau líkjast ógnarstjórn. Formaðurinn óskar þess að þingmennirnir segi af sér til þess að flokkurinn verði aftur fullskipaður fjögurra manna þingflokkur. Þingmönnum Flokks fólksins fækkaði um helming í gærkvöldi þegar Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vikið úr flokknum vegna aðkomu þeirra að samkomunni á barnum Klaustri. Formaður flokksins Inga Sæland segist ganga stolt frá málinu en hefði viljað sjá þingmennina víkja.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Og hefði í rauninni óskað þess að okkar fráfarandi þingmenn Karl gauti og Ólafur Ísleifsson hefðu sýnt þann dug og axlað þá ábyrgð að segja af sér, og gefið þá Flokki fólksins þann kost að vera fullskipaður þingflokkur fjögurra manna.“ Hún segist hafa fengið mikinn stuðning á þingi. „Okkur er boðin aðstoð í allar áttir, og okkur er boðin styrk aðstoð hvað varðar nefndir, að fá aðgang að öllu því sem fram fer í nefndum þannig að við verðum alltaf upplýst,“ segir Inga. Þingmennirnir telja hins vegar að aðgerðir flokksins hafi verið of harkalegar. „Það er svona að einhverju leyti verið að kvarta yfir því að við höfum sest á fund með öðru fólki án vitundar eða samþykkis forystu flokksins. Það er auðvitað alveg nýtt ef menn ætla að gera slíkar kröfur, einhverjir myndu kalla þetta ógnarstjórn eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur Ísleifsson. Karl Gauti Hjaltason tekur í sama streng. „Þetta hlýtur að vera einhver fljótfærnisleg ákvörðun sem þarna á sér stað. Ef litið er til ummæla sem höfð eru eftir okkur á þessari samkomu sem var hljóðrituð þá er ekkert þar sem gefur tilefni til að reka okkur úr flokknum.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÞingmennirnir segjast nú báðir vera óháðir þingmenn og hyggjast ekki ganga í annarra flokka raðir að svo stöddu. En þrátt fyrir að þingmennirnir hafi verið reknir teljast þeir enn vera í þingflokki Flokks fólksins og eftir standa því tveir jafnstórir tveggja manna hlutar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að Ólafur og Karl Gauti hljóti að fara úr þingflokknum. „Það verður einhver kapall sem fer af stað núna, það er alveg augljóst. Þeir hljóta að fara út úr þingflokknum, það getur ekki annað verið eftir það sem á undan er gengið. Það væri svo undarlegt að maður nær því ekki almennilega.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins eru ósáttir við vinnubrögð stjórnarinnar og segir Ólafur Ísleifsson þau líkjast ógnarstjórn. Formaðurinn óskar þess að þingmennirnir segi af sér til þess að flokkurinn verði aftur fullskipaður fjögurra manna þingflokkur. Þingmönnum Flokks fólksins fækkaði um helming í gærkvöldi þegar Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vikið úr flokknum vegna aðkomu þeirra að samkomunni á barnum Klaustri. Formaður flokksins Inga Sæland segist ganga stolt frá málinu en hefði viljað sjá þingmennina víkja.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Og hefði í rauninni óskað þess að okkar fráfarandi þingmenn Karl gauti og Ólafur Ísleifsson hefðu sýnt þann dug og axlað þá ábyrgð að segja af sér, og gefið þá Flokki fólksins þann kost að vera fullskipaður þingflokkur fjögurra manna.“ Hún segist hafa fengið mikinn stuðning á þingi. „Okkur er boðin aðstoð í allar áttir, og okkur er boðin styrk aðstoð hvað varðar nefndir, að fá aðgang að öllu því sem fram fer í nefndum þannig að við verðum alltaf upplýst,“ segir Inga. Þingmennirnir telja hins vegar að aðgerðir flokksins hafi verið of harkalegar. „Það er svona að einhverju leyti verið að kvarta yfir því að við höfum sest á fund með öðru fólki án vitundar eða samþykkis forystu flokksins. Það er auðvitað alveg nýtt ef menn ætla að gera slíkar kröfur, einhverjir myndu kalla þetta ógnarstjórn eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur Ísleifsson. Karl Gauti Hjaltason tekur í sama streng. „Þetta hlýtur að vera einhver fljótfærnisleg ákvörðun sem þarna á sér stað. Ef litið er til ummæla sem höfð eru eftir okkur á þessari samkomu sem var hljóðrituð þá er ekkert þar sem gefur tilefni til að reka okkur úr flokknum.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÞingmennirnir segjast nú báðir vera óháðir þingmenn og hyggjast ekki ganga í annarra flokka raðir að svo stöddu. En þrátt fyrir að þingmennirnir hafi verið reknir teljast þeir enn vera í þingflokki Flokks fólksins og eftir standa því tveir jafnstórir tveggja manna hlutar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að Ólafur og Karl Gauti hljóti að fara úr þingflokknum. „Það verður einhver kapall sem fer af stað núna, það er alveg augljóst. Þeir hljóta að fara út úr þingflokknum, það getur ekki annað verið eftir það sem á undan er gengið. Það væri svo undarlegt að maður nær því ekki almennilega.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39