Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 11:41 Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. Vísir/Vilhelm „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að,“ segir Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Sjálfstæðisflokkinn um afsakanir nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna svokölluðu. Hann beinir sjónum sínum sérstaklega að þætti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar leiðtoga Miðflokksins í málinu. „Aldrei hef ég orðið vitni að annarri eins umræðu og birtist okkur hjá sexmenningunum í Miðflokknum og Flokki fólksins um daginn. Það sem mér fannst sínu verra er hvernig þeir hinir sömu stunda nú yfirklór sitt.“ Gunnar beinir kastljósinu að orðræðu Sigmundar og þykir honum ekki mikið til hennar koma. „Jú það er hroki af öðrum að gagnrýna þá þar sem aðrir eru jafnvel miklu verri segir Sigmundur Davíð. Hverjir eru það spyr þá hver heilvita maður, geri ég ráð fyrir.“ Gunnar segir að það sé eins og Sigmundur sé á sérsamningi hjá fréttamönnum og dagskrárgerðarmönnum á Bylgjunni og Stöð 2. „Hann er þannig að þeir muni ekki ganga of nærri honum með spurningar sem gætu komið honum í vandræði.“ Gunnar segist skilja skilaboð Sigmundar á þá leið að nú liggi allir aðrir núverandi og fyrrverandi þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúa undir grun.Að fullu þátttakandi í soranum „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að og segir mér bara eitt, þessir einstaklingar geta ekki setið á Alþingi eftir það sem þeir hafa orðið uppvísir að bæði í orðræðunni sjálfir á barnum og yfirklórinu á eftir.“ Gunnar segir þá einnig að þótt viðkomandi taki ekki beinan þátt í umræðunum en sitji samt sem fastast án þess að mótmæla sé hann „að fullu þátttakandi í soranum“ „Mér finnst virðing Alþingis vera í húfi og ekki var mikið eftir af henni ef marka má skoðanakannanir,“ segir Gunnar. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
„Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að,“ segir Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Sjálfstæðisflokkinn um afsakanir nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna svokölluðu. Hann beinir sjónum sínum sérstaklega að þætti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar leiðtoga Miðflokksins í málinu. „Aldrei hef ég orðið vitni að annarri eins umræðu og birtist okkur hjá sexmenningunum í Miðflokknum og Flokki fólksins um daginn. Það sem mér fannst sínu verra er hvernig þeir hinir sömu stunda nú yfirklór sitt.“ Gunnar beinir kastljósinu að orðræðu Sigmundar og þykir honum ekki mikið til hennar koma. „Jú það er hroki af öðrum að gagnrýna þá þar sem aðrir eru jafnvel miklu verri segir Sigmundur Davíð. Hverjir eru það spyr þá hver heilvita maður, geri ég ráð fyrir.“ Gunnar segir að það sé eins og Sigmundur sé á sérsamningi hjá fréttamönnum og dagskrárgerðarmönnum á Bylgjunni og Stöð 2. „Hann er þannig að þeir muni ekki ganga of nærri honum með spurningar sem gætu komið honum í vandræði.“ Gunnar segist skilja skilaboð Sigmundar á þá leið að nú liggi allir aðrir núverandi og fyrrverandi þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúa undir grun.Að fullu þátttakandi í soranum „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að og segir mér bara eitt, þessir einstaklingar geta ekki setið á Alþingi eftir það sem þeir hafa orðið uppvísir að bæði í orðræðunni sjálfir á barnum og yfirklórinu á eftir.“ Gunnar segir þá einnig að þótt viðkomandi taki ekki beinan þátt í umræðunum en sitji samt sem fastast án þess að mótmæla sé hann „að fullu þátttakandi í soranum“ „Mér finnst virðing Alþingis vera í húfi og ekki var mikið eftir af henni ef marka má skoðanakannanir,“ segir Gunnar.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15
Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38