Ljósin á Oslóartrénu tendruð í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 14:05 Frá Austurvelli árið 2015. vísir/ernir Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð í dag, sunnudaginn 2. desember. Tendrun jólaljósanna á Oslóartrénu markar upphaf aðventunnar í borginni og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar. Dagskráin hefst klukkan 16.00 en þá mun Peter N. Myhre borgarfulltrúi í Osló ávarpa samkomuna og afhendir borgarstjóra bókagjöf til allra grunnskóla Reykjavíkur. Um er að ræða fjórar þýddar bækur um Doktor Proktor eftir Jo Nesbö. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveikir síðan á ljósum trésins og nýtur dyggrar aðstoðar norsk-íslensku systranna Heklu Tómasdóttur Albrigtsen 9 ára og Önnu Tómasdóttur Albrigtsen 7 ára. Svala Björgvins og Friðrik Ómar flytja jólalög ásamt hljómsveit. Einnig munu jólasveinar stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólatónlist frá kl.15.30. Kynnir er Katla Margrét Þorgeirsdóttir og verður dagskráin túlkuð á táknmáli. Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir jólatréð í ár. Dögg Guðmunsdóttir hannar óróann og rithöfundurinn Dagur Hjartarson samdi kvæðið sem fylgir með óróanum. Allur ágóði af sölu óróans rennur til Æfingastöðvarinnar, þar sem börn fá sjúkra- og iðjuþjálfun. Reykjavíkurborg hefur frá upphafi stutt verkefnið. Rauði Krossinn verður einnig með sölu á heitu kakói til að verma kalda kroppa. Borgarstjórn Jól Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð í dag, sunnudaginn 2. desember. Tendrun jólaljósanna á Oslóartrénu markar upphaf aðventunnar í borginni og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar. Dagskráin hefst klukkan 16.00 en þá mun Peter N. Myhre borgarfulltrúi í Osló ávarpa samkomuna og afhendir borgarstjóra bókagjöf til allra grunnskóla Reykjavíkur. Um er að ræða fjórar þýddar bækur um Doktor Proktor eftir Jo Nesbö. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveikir síðan á ljósum trésins og nýtur dyggrar aðstoðar norsk-íslensku systranna Heklu Tómasdóttur Albrigtsen 9 ára og Önnu Tómasdóttur Albrigtsen 7 ára. Svala Björgvins og Friðrik Ómar flytja jólalög ásamt hljómsveit. Einnig munu jólasveinar stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólatónlist frá kl.15.30. Kynnir er Katla Margrét Þorgeirsdóttir og verður dagskráin túlkuð á táknmáli. Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir jólatréð í ár. Dögg Guðmunsdóttir hannar óróann og rithöfundurinn Dagur Hjartarson samdi kvæðið sem fylgir með óróanum. Allur ágóði af sölu óróans rennur til Æfingastöðvarinnar, þar sem börn fá sjúkra- og iðjuþjálfun. Reykjavíkurborg hefur frá upphafi stutt verkefnið. Rauði Krossinn verður einnig með sölu á heitu kakói til að verma kalda kroppa.
Borgarstjórn Jól Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira