Lögreglan hefur ekki frumkvæði að rannsókn um meint pólitísk hrossakaup þingmanna Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. desember 2018 14:06 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa fengið formlega ábendingu frá forsætisnefnd Alþingis. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið formlega ábendingu frá forsætisnefnd um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað við skipan í sendiherrastöður. Samtal þingmanna um meint pólitísk hrossakaup með sendiherrastöður náðist á upptöku og var gert opinbert í kjölfarið. Lögreglan hefur aftur á móti fengið ábendingar frá borgurum landsins vegna málsins. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá þessu.Lögfræðingur lögreglunnar hefur þó hlustað á upptökuna. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Inntur eftir viðbrögðum sagðist Gunnar Bragi hafa logið á upptökunni en þrátt fyrir þá staðhæfingu má heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi fylgt málinu eftir og að Gunnar Bragi ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum að því er fram kemur á Stundinni. „Við fyrstu sýn þá er sendiherrastöður undanþegnar auglýsingaskyldu þannig að við þyrftum þá að sjá hvernig þessum málum ber að hátta samkvæmt forsætisnefnd. Mér skilst á fjölmiðlum að forsætisnefnd ætli sér að fjalla um þetta mál svo við myndum væntanlega bíða ábendinga frá þeim,“ segir Sigríður. „Við höfum ekki fjallað opinberlega um þetta mál. Þetta hefur rétt komið til tals en öll okkar þekking á þessu máli kemur frá fjölmiðlum þannig að við myndum vilja kynna okkur þetta betur áður en við tjáum okkur frekar um það,“ segir Sigríður. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði, í Silfrinu í morgun, einboðið að ríkissaksóknari opnaði rannsókn á því hvort brot gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, hafi verið framið með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti. Sjá nánar: Telur rétt að ríkissaksóknari opini rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið formlega ábendingu frá forsætisnefnd um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað við skipan í sendiherrastöður. Samtal þingmanna um meint pólitísk hrossakaup með sendiherrastöður náðist á upptöku og var gert opinbert í kjölfarið. Lögreglan hefur aftur á móti fengið ábendingar frá borgurum landsins vegna málsins. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá þessu.Lögfræðingur lögreglunnar hefur þó hlustað á upptökuna. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Inntur eftir viðbrögðum sagðist Gunnar Bragi hafa logið á upptökunni en þrátt fyrir þá staðhæfingu má heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi fylgt málinu eftir og að Gunnar Bragi ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum að því er fram kemur á Stundinni. „Við fyrstu sýn þá er sendiherrastöður undanþegnar auglýsingaskyldu þannig að við þyrftum þá að sjá hvernig þessum málum ber að hátta samkvæmt forsætisnefnd. Mér skilst á fjölmiðlum að forsætisnefnd ætli sér að fjalla um þetta mál svo við myndum væntanlega bíða ábendinga frá þeim,“ segir Sigríður. „Við höfum ekki fjallað opinberlega um þetta mál. Þetta hefur rétt komið til tals en öll okkar þekking á þessu máli kemur frá fjölmiðlum þannig að við myndum vilja kynna okkur þetta betur áður en við tjáum okkur frekar um það,“ segir Sigríður. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði, í Silfrinu í morgun, einboðið að ríkissaksóknari opnaði rannsókn á því hvort brot gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, hafi verið framið með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti. Sjá nánar: Telur rétt að ríkissaksóknari opini rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04