Aron Einar um riðilinn: Þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 11:30 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira