Þingmenn á Klaustri svara ekki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2018 07:30 Stemningin í sal Alþingis var þung þegar rætt var um málefni þingmannanna á Klaustur Bar. Fréttablaðið/Anton Brink „Orðbragð sem þarna virðist sannanlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takti við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmálum og einnig fatlaða og hinsegin fólk,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í yfirlýsingu sinni við upphaf þingfundar í gær. Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins þurfti forseti Alþingis að biðja þjóðina afsökunar á háttalagi sex kjörinna þingmanna. Siðanefnd þingsins hefur verið virkjuð sem á að skoða hvort þingmenn hafi brotið siðareglur sínar. Forseti tilkynnti jafnframt við upphaf þingfundar að bæði Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gætu ekki „af persónulegum ástæðum“ sinnt þingmennsku sinni.Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins og einn gerenda í samtalinu á Klaustri, mætti á fund þingflokksformanna fyrir hádegi í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin í þinginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst öllum gríðarlega óþægilegt að hafa Önnu Kolbrúnu inni á þeim fundi og ljóst hefði verið á svipbrigðum Önnu að henni hefði ekki liðið vel á fundinum. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, biðlaði til forsætisráðherra á þingi í gær að leiða þá vinnu að efla traust almennings á Alþingi. „[Í] dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni, standa gegn mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og fordómum,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alla þingmenn bera ábyrgð á að upphefja virðingu þingsins. „Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkenndist af kvenfyrirlitningu og fordómum gagnvart ýmsum hópum, hvort sem er hinsegin fólki, fötluðu fólki eða öðrum hópum. Slík orðræða er í senn óverjandi og óafsakanleg,“ sagði forsætisráðherra. Enn eru að birtast á vefmiðlum ummæli úr drykkju sexmenningana. Til að mynda birtist seint í gærkvöld frétt þar sem Bergþór Ólason hafði uppi afar klámfengna orðræðu um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra við undirtektir félaga sinna við borðið. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná í þingmenn Miðflokksins sem sátu að sumbli á Klaustri þetta umrædda kvöld en ekki haft árangur sem erfiði. Hvorki símtölum né skilaboðum um að hafa samband er svarað. Birtist í Fréttablaðinu Uppsögn lektors við HR Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
„Orðbragð sem þarna virðist sannanlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takti við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmálum og einnig fatlaða og hinsegin fólk,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í yfirlýsingu sinni við upphaf þingfundar í gær. Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins þurfti forseti Alþingis að biðja þjóðina afsökunar á háttalagi sex kjörinna þingmanna. Siðanefnd þingsins hefur verið virkjuð sem á að skoða hvort þingmenn hafi brotið siðareglur sínar. Forseti tilkynnti jafnframt við upphaf þingfundar að bæði Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gætu ekki „af persónulegum ástæðum“ sinnt þingmennsku sinni.Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins og einn gerenda í samtalinu á Klaustri, mætti á fund þingflokksformanna fyrir hádegi í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin í þinginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst öllum gríðarlega óþægilegt að hafa Önnu Kolbrúnu inni á þeim fundi og ljóst hefði verið á svipbrigðum Önnu að henni hefði ekki liðið vel á fundinum. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, biðlaði til forsætisráðherra á þingi í gær að leiða þá vinnu að efla traust almennings á Alþingi. „[Í] dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni, standa gegn mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og fordómum,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alla þingmenn bera ábyrgð á að upphefja virðingu þingsins. „Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkenndist af kvenfyrirlitningu og fordómum gagnvart ýmsum hópum, hvort sem er hinsegin fólki, fötluðu fólki eða öðrum hópum. Slík orðræða er í senn óverjandi og óafsakanleg,“ sagði forsætisráðherra. Enn eru að birtast á vefmiðlum ummæli úr drykkju sexmenningana. Til að mynda birtist seint í gærkvöld frétt þar sem Bergþór Ólason hafði uppi afar klámfengna orðræðu um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra við undirtektir félaga sinna við borðið. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná í þingmenn Miðflokksins sem sátu að sumbli á Klaustri þetta umrædda kvöld en ekki haft árangur sem erfiði. Hvorki símtölum né skilaboðum um að hafa samband er svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Uppsögn lektors við HR Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53