Ísland í 17. sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 11:21 Í skýrslunni er fjallað um almennt um alþjóðlegan og íslenskan sjávarútveg auk þess sem fjallað er sérstaklega um rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Fréttablaðið/GVA Ísland er í 17. sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims með 1,3 prósent markaðshlutdeild á heimsvísu. Bretland er stærsta viðskiptaþjóð sjávarútvegsins með um 16 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða, alls um 31 milljarður króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í dag. Í skýrslunni er fjallað almennt um alþjóðlegan og íslenskan sjávarútveg auk þess sem fjallað er sérstaklega um rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Á meðal þess sem fram kemur þegar litið er til sjávarútvegsins í alþjóðlegu samhengi er að fiskeldi mun drífa áfram magnaukningu í framleiðslu sjávarafurða á næstu árum. Þannig gerir spá OECD ráð fyrir því að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2020. Kína er svo stórtækasta fiskveiðiþjóð heims en Kínverjar veiddu um 17,4 milljónir tonna, eða um 19 prósent af veiðum á heimsvísu, árið 2017. Kínverjar veiða meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt en í Evrópu veiðir Ísland mest á eftir Rússlandi og Noregi. Þegar litið er til verðmæta sjávarútvegsins hérlendis þá sýnir skýrsla bankans að þorskur er langverðmætasta útflutningstegundin. Þá hafa botnfiskafurðir hækkað mest allra sjávarafurða, eða um 5,4 prósent frá ársbyrjun 2017. „Kemur það íslenskum sjávarútvegi sérlega vel enda mestu verðmæti greinarinnar fólgin í botnfiskafurðum,“ segir í skýrslunni en hana má lesa í heild sinni hér. Sjávarútvegur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ísland er í 17. sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims með 1,3 prósent markaðshlutdeild á heimsvísu. Bretland er stærsta viðskiptaþjóð sjávarútvegsins með um 16 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða, alls um 31 milljarður króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í dag. Í skýrslunni er fjallað almennt um alþjóðlegan og íslenskan sjávarútveg auk þess sem fjallað er sérstaklega um rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Á meðal þess sem fram kemur þegar litið er til sjávarútvegsins í alþjóðlegu samhengi er að fiskeldi mun drífa áfram magnaukningu í framleiðslu sjávarafurða á næstu árum. Þannig gerir spá OECD ráð fyrir því að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2020. Kína er svo stórtækasta fiskveiðiþjóð heims en Kínverjar veiddu um 17,4 milljónir tonna, eða um 19 prósent af veiðum á heimsvísu, árið 2017. Kínverjar veiða meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt en í Evrópu veiðir Ísland mest á eftir Rússlandi og Noregi. Þegar litið er til verðmæta sjávarútvegsins hérlendis þá sýnir skýrsla bankans að þorskur er langverðmætasta útflutningstegundin. Þá hafa botnfiskafurðir hækkað mest allra sjávarafurða, eða um 5,4 prósent frá ársbyrjun 2017. „Kemur það íslenskum sjávarútvegi sérlega vel enda mestu verðmæti greinarinnar fólgin í botnfiskafurðum,“ segir í skýrslunni en hana má lesa í heild sinni hér.
Sjávarútvegur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira