Heimildarmynd og nýtt lag Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2018 06:30 Guðný er gríðarlega eftirsóttur skemmtikraftur. „Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira