Heimildarmynd og nýtt lag Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2018 06:30 Guðný er gríðarlega eftirsóttur skemmtikraftur. „Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust þegar spurt var um byggingu sem maður stökk fram af Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira
„Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust þegar spurt var um byggingu sem maður stökk fram af Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira