Andstæðingur bólusetninga hreinsar út vísindaráð Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 16:24 Giulia Grillo, heilbrigðisráðherra Ítalíu, hefur rekið alla sérfræðinga í ráðgjafanefnd um vísindi- og tækni. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga. Evrópa Ítalía Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga.
Evrópa Ítalía Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira