Vigtun hjá Gunnari og Oliveira í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. desember 2018 13:30 Gunnar hefur ekki barist síðan 16. júlí í fyrra. vísir/getty Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og hins brasilíska Alex Oliveira, sem kallaður er Kúrekinn, fer fram í dag í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, degi áður en þeir mætast í hringnum á UFC 231 bardagakvöldinu. Vigtunin á sér stað að morgni til í Kanada en á milli klukkan tvö og fjögur að íslenskum tíma. Gunnar og Alex keppa í veltivigt og þurfa því að vera á bilinu 71-77 kíló þegar stigið er á vigtina. Gunnar hefur eytt undanförnum dögum í Kanada eftir að hafa undirbúið sig að mestu á Íslandi fyrir bardagann. Á milli æfinga hefur hann sinnt fjölmiðlaskyldum, æft og dvalið stuttlega á kanadísku sveitabýli þar sem hann komst á fjórhjól. Bardagi Gunnars og Alex er einn af aðalbardögum kvöldsins og er jafnframt fyrsti bardagi Gunnars í sautján mánuði. Íslendingurinn er að snúa aftur í hringinn eftir langa fjarveru en síðasti bardagi hans var gegn Santiago Ponzinibbio þar sem sá argentínski vann vafasaman sigur. Úrslit bardagans voru kærð í ljósi þess að Ponzinibbio sást ítrekað pota í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð sem er óheimilt í MMA. Gunnar þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hné fyrir bardagakvöld í Liverpool í maí síðastliðnum og er því eflaust orðinn afar spenntur fyrir tækifærinu annað kvöld. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan í Toronto: Svona er lífið hjá UFC-bardagaköppunum UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni. 7. desember 2018 12:00 Kavanagh lentur í Toronto John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun. 7. desember 2018 08:30 Gunnar mjög spenntur fyrir því að fara niður í nýjan þyngdarflokk Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn. 7. desember 2018 09:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sjá meira
Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og hins brasilíska Alex Oliveira, sem kallaður er Kúrekinn, fer fram í dag í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, degi áður en þeir mætast í hringnum á UFC 231 bardagakvöldinu. Vigtunin á sér stað að morgni til í Kanada en á milli klukkan tvö og fjögur að íslenskum tíma. Gunnar og Alex keppa í veltivigt og þurfa því að vera á bilinu 71-77 kíló þegar stigið er á vigtina. Gunnar hefur eytt undanförnum dögum í Kanada eftir að hafa undirbúið sig að mestu á Íslandi fyrir bardagann. Á milli æfinga hefur hann sinnt fjölmiðlaskyldum, æft og dvalið stuttlega á kanadísku sveitabýli þar sem hann komst á fjórhjól. Bardagi Gunnars og Alex er einn af aðalbardögum kvöldsins og er jafnframt fyrsti bardagi Gunnars í sautján mánuði. Íslendingurinn er að snúa aftur í hringinn eftir langa fjarveru en síðasti bardagi hans var gegn Santiago Ponzinibbio þar sem sá argentínski vann vafasaman sigur. Úrslit bardagans voru kærð í ljósi þess að Ponzinibbio sást ítrekað pota í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð sem er óheimilt í MMA. Gunnar þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hné fyrir bardagakvöld í Liverpool í maí síðastliðnum og er því eflaust orðinn afar spenntur fyrir tækifærinu annað kvöld.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan í Toronto: Svona er lífið hjá UFC-bardagaköppunum UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni. 7. desember 2018 12:00 Kavanagh lentur í Toronto John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun. 7. desember 2018 08:30 Gunnar mjög spenntur fyrir því að fara niður í nýjan þyngdarflokk Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn. 7. desember 2018 09:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sjá meira
Fimmta lotan í Toronto: Svona er lífið hjá UFC-bardagaköppunum UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni. 7. desember 2018 12:00
Kavanagh lentur í Toronto John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun. 7. desember 2018 08:30
Gunnar mjög spenntur fyrir því að fara niður í nýjan þyngdarflokk Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn. 7. desember 2018 09:30