Marvin heitir Bára Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2018 07:00 Bára Halldórsdóttir vissu ekki á hverju hún átti von þegar hún settist niður með kaffibolla á Klastri þann 20. nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm „Ég varð bara svo sár og trúði því varla sem ég heyrði.“ Svona lýsir Bára Halldórsdóttir því þegar hún, fyrir tilviljun, varð vitni að samræðum í horni Klausturs þann 20. nóvember síðastliðinn, sem áttu eftir að leiða til sögulegs titrings í íslenskum stjórnmálum. Bára er þó þekktari undir öðru nafni: Marvin. Uppljóstrarinn sem tók upp ógeðfellt samtal þingmannanna sex á gamlan, brotinn Samsung Galaxy A5-síma og fann sig knúinn til að koma upptökunum í hendur fjölmiðla. Í daglegu lífi er hún 42 ára kona, fötluð og hinsegin. Henni segist hafa blöskrað samtal þessara valdamiklu manna. Samtal þar sem þeim tókst að gera lítið úr þessum þremur hópum sem Bára tilheyrir.Í samtali við nýjasta tölublað Stundarinnar segir Bára að henni hafi brugðið þegar hún heyrði á hvaða nótum þingmennir ræddu sína á milli. Hún hafi hreinlega ekki trúað eigin skilningarvitum. Því hafi hún ákveðið að hefja upptökuna, án þess að hugsa það neitt lengra. „En því meira sem ég hlustaði, því reiðari varð ég, því þarna voru saman komnir valdamiklir menn að spúa hatri yfir minnihlutahópa á almannavettvangi,“ segir Bára í samtali við Stundina og bætir við: „Ég held að það hafi verið rétt að að upplýsa almenning um það sem þarna fór fram og eftir á að hyggja er ég stolt af því.“Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar, þar sem Bára Halldórsdóttir sviptir hulunni af Marvin.Bára hefur áður veitt fjölmiðlum innsýn í upplifun sína af samtali þingmannanna á Klaustri. Það gerði hún í samtali við DV en þá undir dulnefninu Marvin, sem sótt er í Hitchhiker‘s Guide to the Galaxy. Þá sagðist hún meðal annars halda að þingmennirnir hafi talið hana vera erlendan ferðamann og þess vegna ekki gefið henni mikinn gaum.Í viðtali Stundarinnar stígur hún þó fram undir eigin nafni. Viðtalið hverfist ekki síst um þá staðreynd að Bára er, sem fyrr segir, hinsegin kona og öryrki. Þrír hópar fólks sem þingmennirnir á Klaustri úthúðuðu yfir ölglasi á þriðjudagskvöldi. Hún lýsir veruleika öryrkja á Íslandi og því skilningsleysi sem henni þykir barátta þeirra mæta hjá stjórnvöldum. Hún er með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm og segist reglulega mæta fötlunarfordómum, Hún hefur síðustu ár haldið fyrirlestra og tekið þátt í vitundarvakningum um stöðu öryrkja, fátækra og fatlaðra, einmitt til að vinna bug á þessum fordómum.Heyrðist herbergja á milli Þann 20. nóvember settist hún niður til að fá sér kaffibolla á Klaustri og rak þar augun í kunnuglegt andlit - andlit Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hún segist ekki hafa veitt þingmönnunum mikla eftirtekt fyrr en hún heyrði þá tala ítrekað um einhverjar „kellingar“ á þingi. Því næst hafi hún heyrt eitthvað enn grófara, sem hún man ekki hvað var, og því ákveðið að prófa að taka upp samtalið. Óþarfi er að fjölyrða um þau orð sem voru látin falla á Klaustri, þau þekkja flestir eftir afhjúpanir síðustu daga. Bára gefur þó lítið fyrir vangaveltur þingmannanna, þá sérstaklega Sigmundar Davíðs, um að hún hafi með upptöku sinni smokrað sér inn í einkasamtal sexmenninganna, eitthvað sem ætla mætti að bryti í bága við persónuverndarlög.Þau sem sátu að sumbli á Klaustri 20. nóvember. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Við vorum stödd í opnu rými, á stað sem er opinn almenningi, og þau töluðu svo hátt að það heyrðist um allt og meira að segja yfir í hitt rýmið á barnum,“ segir Bára. „Ég vildi óska að þetta hefði verið einkasamtal, en ég sat undir þessu og satt best að segja trúði ég ekki mínum eigin skilningarvitum.“ Þar að auki segir Bára að umtalað hljóð, sem heyrðist á Klaustri og líkt hefur verið við selsvæl, hafi verið framkvæmt inni á staðnum og að það hafi komið úr átt þingmannanna. Sigmundur útskýrði síðar að hljóðið hafi mátt reka til þess að verið var að færa stól.Þegar blaðamaður Vísis sýndi fram á að ómögulegt væri að framkvæma slíkt hljóð með stólunum á staðnum taldi Sigmundur að hljóðið gæti hafa komið úr bremsu. „Ef þetta var reiðhjól eða bíll að bremsa, þá hlýtur reiðhjólið eða bíllinn að hafa verið inni í herberginu, inni á Klaustri bar. En ég sá engan bíl og ekkert hjól,“ segir Bára. Hún segist hafa komið í áfalli heim til sín eftir kaffibollann á Klaustri. Hún hafi spilað hluta af upptökunni fyrir eiginkonu sína og að hún hafi orðið orðlaus. Þingmönnunum hafi tekist að pakka ótrúlegu magni haturs og fordóma í ekki lengra spjall. Engu að síður segist Bára vera stolt að því að vera „litla þúfan sem velti þessu þunga hlassi.“ Hún er auk þess þakklát þeim þingmönnum og almenningi sem hefur gripið tækifærið til að breyta umræðunni. Viðtalið við uppljóstrarann Báru má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Ég varð bara svo sár og trúði því varla sem ég heyrði.“ Svona lýsir Bára Halldórsdóttir því þegar hún, fyrir tilviljun, varð vitni að samræðum í horni Klausturs þann 20. nóvember síðastliðinn, sem áttu eftir að leiða til sögulegs titrings í íslenskum stjórnmálum. Bára er þó þekktari undir öðru nafni: Marvin. Uppljóstrarinn sem tók upp ógeðfellt samtal þingmannanna sex á gamlan, brotinn Samsung Galaxy A5-síma og fann sig knúinn til að koma upptökunum í hendur fjölmiðla. Í daglegu lífi er hún 42 ára kona, fötluð og hinsegin. Henni segist hafa blöskrað samtal þessara valdamiklu manna. Samtal þar sem þeim tókst að gera lítið úr þessum þremur hópum sem Bára tilheyrir.Í samtali við nýjasta tölublað Stundarinnar segir Bára að henni hafi brugðið þegar hún heyrði á hvaða nótum þingmennir ræddu sína á milli. Hún hafi hreinlega ekki trúað eigin skilningarvitum. Því hafi hún ákveðið að hefja upptökuna, án þess að hugsa það neitt lengra. „En því meira sem ég hlustaði, því reiðari varð ég, því þarna voru saman komnir valdamiklir menn að spúa hatri yfir minnihlutahópa á almannavettvangi,“ segir Bára í samtali við Stundina og bætir við: „Ég held að það hafi verið rétt að að upplýsa almenning um það sem þarna fór fram og eftir á að hyggja er ég stolt af því.“Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar, þar sem Bára Halldórsdóttir sviptir hulunni af Marvin.Bára hefur áður veitt fjölmiðlum innsýn í upplifun sína af samtali þingmannanna á Klaustri. Það gerði hún í samtali við DV en þá undir dulnefninu Marvin, sem sótt er í Hitchhiker‘s Guide to the Galaxy. Þá sagðist hún meðal annars halda að þingmennirnir hafi talið hana vera erlendan ferðamann og þess vegna ekki gefið henni mikinn gaum.Í viðtali Stundarinnar stígur hún þó fram undir eigin nafni. Viðtalið hverfist ekki síst um þá staðreynd að Bára er, sem fyrr segir, hinsegin kona og öryrki. Þrír hópar fólks sem þingmennirnir á Klaustri úthúðuðu yfir ölglasi á þriðjudagskvöldi. Hún lýsir veruleika öryrkja á Íslandi og því skilningsleysi sem henni þykir barátta þeirra mæta hjá stjórnvöldum. Hún er með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm og segist reglulega mæta fötlunarfordómum, Hún hefur síðustu ár haldið fyrirlestra og tekið þátt í vitundarvakningum um stöðu öryrkja, fátækra og fatlaðra, einmitt til að vinna bug á þessum fordómum.Heyrðist herbergja á milli Þann 20. nóvember settist hún niður til að fá sér kaffibolla á Klaustri og rak þar augun í kunnuglegt andlit - andlit Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hún segist ekki hafa veitt þingmönnunum mikla eftirtekt fyrr en hún heyrði þá tala ítrekað um einhverjar „kellingar“ á þingi. Því næst hafi hún heyrt eitthvað enn grófara, sem hún man ekki hvað var, og því ákveðið að prófa að taka upp samtalið. Óþarfi er að fjölyrða um þau orð sem voru látin falla á Klaustri, þau þekkja flestir eftir afhjúpanir síðustu daga. Bára gefur þó lítið fyrir vangaveltur þingmannanna, þá sérstaklega Sigmundar Davíðs, um að hún hafi með upptöku sinni smokrað sér inn í einkasamtal sexmenninganna, eitthvað sem ætla mætti að bryti í bága við persónuverndarlög.Þau sem sátu að sumbli á Klaustri 20. nóvember. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Við vorum stödd í opnu rými, á stað sem er opinn almenningi, og þau töluðu svo hátt að það heyrðist um allt og meira að segja yfir í hitt rýmið á barnum,“ segir Bára. „Ég vildi óska að þetta hefði verið einkasamtal, en ég sat undir þessu og satt best að segja trúði ég ekki mínum eigin skilningarvitum.“ Þar að auki segir Bára að umtalað hljóð, sem heyrðist á Klaustri og líkt hefur verið við selsvæl, hafi verið framkvæmt inni á staðnum og að það hafi komið úr átt þingmannanna. Sigmundur útskýrði síðar að hljóðið hafi mátt reka til þess að verið var að færa stól.Þegar blaðamaður Vísis sýndi fram á að ómögulegt væri að framkvæma slíkt hljóð með stólunum á staðnum taldi Sigmundur að hljóðið gæti hafa komið úr bremsu. „Ef þetta var reiðhjól eða bíll að bremsa, þá hlýtur reiðhjólið eða bíllinn að hafa verið inni í herberginu, inni á Klaustri bar. En ég sá engan bíl og ekkert hjól,“ segir Bára. Hún segist hafa komið í áfalli heim til sín eftir kaffibollann á Klaustri. Hún hafi spilað hluta af upptökunni fyrir eiginkonu sína og að hún hafi orðið orðlaus. Þingmönnunum hafi tekist að pakka ótrúlegu magni haturs og fordóma í ekki lengra spjall. Engu að síður segist Bára vera stolt að því að vera „litla þúfan sem velti þessu þunga hlassi.“ Hún er auk þess þakklát þeim þingmönnum og almenningi sem hefur gripið tækifærið til að breyta umræðunni. Viðtalið við uppljóstrarann Báru má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Stundarinnar.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02