Tónleikar vinsæls ítalsks rappara fóru fram á Lanterna Azzurra-næturklúbbnum í bænum Corinaldo, ekki fjarri strandborginni Ancon á austurströnd Ítalíu í nótt. Frásagnir hafa borist af því að einhver hafi úðað piparúða inni á staðnum og við það hafi troðningurinn farið af stað um klukkan eitt að staðartíma í nótt.
Breska ríkisútvarpið BBC segir að margir þeirra sem slösuðu séu með áverka eftir að hafa kramist undir mannmergðinni.
Fimmtán hundruð manns slösuðust í troðningi á torgi í borginni Tórínó þar sem fólk var saman komið til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í júní í fyrra. Þá var það flugeldur sem sprakk inni í þvögunni sem olli því að skelfing greip um sig og fólk tróðst undir.
#Corinaldo (AN) #8dic 1:00, squadre #vigilidelfuoco impegnate nel soccorso in una discoteca. Forse per la dispersione di una sostanza urticante, ragazzi fuggono per il panico calpestandosi. Sei purtroppo quelli deceduti, decine feriti pic.twitter.com/NvII0jD7oe
— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) December 8, 2018