Stórfurðuleg staða á Srí Lanka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 10:48 Rajapaksa í ræðupúlti á allherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty Undarleg staða er komin upp í srílönskum stjórnmálum. Ríkisstjórn var leyst upp og gamall forseti tók við forsætisráðuneytinu. Nú síðast á þriðjudaginn ákvað þessi nýi forsætisráðherra að áfrýja til hæstaréttar niðurstöðu áfrýjunardómstóls frá því degi fyrr þar sem honum var einfaldlega bannað að nýta völd sín sem forsætisráðherra. Honum var þó ekki vikið úr embætti. Hann má bara einfaldlega ekki gera neitt, að minnsta kosti ekki í bili. Stjórnarskrárkrísa er trúlega besta orðið til að lýsa þessu ástandi. Og krísan hefur dregið dilk á eftir sér. Reuters greindi frá því á fimmtudag að srílönsk ferðaþjónusta kæmi illa út úr málinu. Ferðamenn væru að afbóka ferðir sínar til eyríkisins í stórum stíl.Fornir fjendur Til þess að útskýra stöðuna ber fyrst að kynna til leiks persónur og leikendur. Það eru einna helst þrír menn sem hafa drifið atburðarásina áfram. Sá fyrsti er jafnaðarmaðurinn Maithripala Sirisena. Hann er forseti Srí Lanka og hefur verið frá því í byrjun árs 2015. Samhliða því stýrir hann varnarmála- og umhverfisráðuneytum ríkisins. Sirisena er frá Miðnorðurfylki Srí Lanka og er fyrsti forsetinn þaðan. Þá tilheyrir hann ekki hinni hefðbundnu srílönsku stjórnmálaelítu, að því er kom fram í umfjöllun The Guardian eftir kjör hans. Sirisena er flokksmaður Frelsisflokks Srí Lanka. Annar á svið er íhaldsmaðurinn Ranil Wickremesinghe. Hann varð forsætisráðherra í janúar 2015, á sama tíma og Sirisena tók við forsetaembættinu, og hefur gegnt formennsku í Sameinuðu þjóðfylkingunni frá árinu 2009. Hann hafði áður verið forsætisráðherra árin 1993 og 1994 sem og frá 2001 til 2004 og er því rótgróin fígúra í srílönsku stjórnmálalífi. Síðastur en ekki sístur er svo jafnaðarmaðurinn og Sinhalese-þjóðernishyggjumaðurinn Mahinda Rajapaksa. Sá leiðir Srílönsku þjóðfylkinguna. Hann var forsætisráðherra 2004 til 2005 og forseti frá 2005 til 2015. Hann tapaði forsetakosningum fyrir Sirisena árið 2015. Þá tókst honum ekki heldur að verða forsætisráðherra eftir þingkosningar en náði þó kjöri á þing. Þeir Sirisena og Wickremesinghe höfðu tekið höndum saman og komið Rajapaksa frá völdum.Wickremesinghe á þinginu í Kolombó í síðasta mánuði.Vísir/EPAFrændhygli og mannréttindabrot Forsetatíð Rajapaksa var síður en svo lýtalaus. Asíuútgáfa The New York Times lýsti honum sem vinsælum leiðtoga „sem var sakaður um mannréttindabrot, forkastanlega frændhygli og afar náin tengsl við yfirvöld í Kína“. Álíka dóm fékk Rajapaksa í ritstjórnargrein sem birtist í The Guardian eftir að Sirisena náði kjöri í janúar 2015. Þar sagði að „Rajapaksa-klanið“ hefði í valdatíð sinni stórskaðað sjálft lýðræðið með alræðistöktum sínum og virðingarleysi fyrir stjórnarskránni. Þá minnti The Guardian á að Rajapaksa hefði sett tjáningarfrelsinu skorður, ákært forseta hæstaréttar til embættismissis, breytt lögum um hversu lengi mætti sitja á forsetastóli til þess að geta setið lengur, hundelt gagnrýnendur sína og beitt ofbeldi gegn mótmælendum, svo fátt eitt sé nefnt. Ný stjórn Það glöddust því margir þegar Sirisena hafði betur gegn Rajapaksa í forsetakosningunum í upphafi árs 2015. Sirisena fékk 51,28 prósent atkvæða en Rajapaksa 47,58 prósent. Þingkosningar fylgdu í kjölfarið og þar náði Rajapaksa ekki heldur að komast til valda. Sirisena hamraði saman þjóðstjórn eftir þingkosningarnar. Sú stjórn innleiddi nítjánda viðaukann við srílönsku stjórnarskrána skömmu síðar. Hann kveður á um að forsætisráðherra skuli gegna sínu embætti svo lengi sem stjórn hans er starfhæf eða þangað til hann segir af sér eða hættir á þingi. Þessari nýja ríkisstjórn Sirisena og Wickremesinghe fór hins vegar hægt af stað. Henni gekk illa að greiða niður skuldir sem stofnað hafði verið til í forsetatíð Rajapaksa. Sá hafði fengið lán frá Kínverjum til þess að ráðast í byggingu ýmissa innviða. Stjórnin fékk svo þungt högg í febrúar þegar flokkur Rajapaksa vann stórsigur í sveitarstjórnakosningum. Í kjölfar kosninganna sagði Rajitha Senaratne, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, við Reuters að Rajapaksa myndi nota þennan sigur sinn til þess að reyna að koma ríkisstjórnarsamstarfinu úr jafnvægi og hylma yfir spillingarmál sín. Rajapaksa og fjölskylda hans höfðu þá verið ákærð fyrir ýmis spillingarmál. Og í október var öllum ljóst að gjá hafði myndast á milli Sirisena og Wickremesinghe. Forsetinn greindi þjóðinni frá því að mikill ágreiningur hefði verið um stefnu ríkisins á milli þeirra félaga allt frá því þeir tóku við forystu landsins. Þá sagði Sirisena að forsætisráðherrann hefði átt þátt í umdeildri sölu skuldabréfa seðlabanka ríkisins sem sögð er hafa leitt til um átta milljarða króna taps fyrir ríkissjóð.Sirisena hefur gegnt embætti forseta undanfarin þrjú ár.Vísir/GettyWickremesinghe sparkað Gjáin varð fljótt að hyldýpi. Þann 26. október síðastliðinn sagði UPFA, flokkabandalagið sem Sirisena stýrir, sig úr stjórnarsamstarfinu. Hann ýjaði sömuleiðis að því að ráðherra, sem hann nefndi ekki á nafn, tengdist tilræði við líf sitt en greint var frá því að Nalaka de Silva, yfirmaður lögreglu, væri sakaður um að leggja á ráðin um að myrða forsetann í september. Þetta fyrirhugaða tilræði var meginástæðan fyrir gjörðum Sirisena, samkvæmt forsetanum sjálfum. Síðar þennan sama dag kom Sirisena landsmönnum rækilega á óvart með því að skipa andstæðing sinn, Mahinda Rajapaksa, nýjan forsætisráðherra í beinni sjónvarpsútsendingu. Þetta gerði hann án þess að hafa komið Wickremesinghe frá völdum og má því segja að á þessum tímapunkti hafi Srí Lanka verið komið með forsætisráðherra. Wickremesinhe var skiljanlega ósáttur og sagði í ávarpi að hann væri enn forsætisráðherra, þingið stæði á bak við hann. Fjármálaráðherrann Mangala Samaraweera tók undir með honum og sagði skipan Rajapaksa brot gegn stjórnarskránni. Ekki væri hægt að setja Wickremesinghe af þar sem hann leiddi enn starfhæfa stjórn. Þá kallaði Wickremesinghe sömuleiðis eftir því að þingið yrði kallað saman hið snarasta, vildi sanna að hann hefði ennþá meirihluta á bak við sig. Degi síðar, þann 27. október, ákvað Sirisena hins vegar að fresta því að þingið kæmi saman. Þingið átti upphaflega að koma saman 5. nóvember en því var þar með seinkað um ellefu daga. En eftir því sem klukkutímarnir og dagarnir liðu varð ljóst að hvort sem það var löglegt eða ekki hefði Wickremesinghe verið sparkað. Öryggisverðirnir voru teknir af honum og sendir til Rajapaksa. Þá óskuðu leiðtogar grannríkjanna Rajapaksa opinberlega til hamingju með nýja starfið. Þingið leyst upp Þingfundurinn sem Wickremesinghe hlakkaði svo til lét bíða eftir sér. Sirisena tilkynnti um það að þingið væri leyst upp þann 9. nóvember og boðaði til nýrra kosninga þann 5. janúar. Þessi ákvörðun fór illa í samflokksmenn Wickremesinghe sem sökuðu Sirisena um að hreinlega ræna lýðræðinu af srílönsku þjóðinni og um brot gegn fyrrnefndum nítjánda viðauka stjórnarskrárinnar. Þarna nýtti Rajapaksa tækifærið. Með kosningar í augnsýn ákváðu hann og 44 aðrir þingmenn að segja sig úr Frelsisflokki Srí Lanka, flokki forsetans sem Rajapaksa hafði gengið til liðs við. Þess í stað gengu þingmennirnir 45 í Srílönsku þjóðfylkinguna. En hæstiréttur Srí Lanka var ekki sáttur. Nokkrir flokkar, þar á meðal flokkur Wickremesinghe, og kjörstjórn ríkisins fóru þann 12. nóvember fram á að staðan yrði færð aftur í það horf sem var fyrir 26. október þar sem gjörðir Sirisena væru brot gegn stjórnarskránni. Á þetta féllst hæstiréttur reyndar ekki en í öðru máli sem kom fyrir dómstólinn sama dag var tilskipun Sirisena um upplausn þingsins sett á ís.Mikið gekk á í þinginu þegar fjallað var um vantrauststillögu á forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans 16. nóvember.Vísir/EPAVantraust Þingið kom svo loks saman þann 14. nóvember. Strax á þessum fyrsta degi þings greiddu 122 þingmenn af 225, sum sé meirihluti, atkvæði með að lýsa vantrausti á stjórn Rajapaksas. Þetta var svo endurtekið tveimur dögum síðar með sömu niðurstöðu. Sirisena neitaði að viðurkenna að vantraust væri á Rajapaksa og kallaði eftir þriðju atkvæðagreiðslunni. Þessir 122 þingmenn fóru svo fram á við áfrýjunardómstól að öll völd yrðu tekin af Rajapaksa og ráðherrum hans. Á það féllst dómstóllinn síðastliðinn mánudag til bráðabirgða og hefur Rajapaksa áfrýjað málinu til hæstaréttar. Asía Birtist í Fréttablaðinu Srí Lanka Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Undarleg staða er komin upp í srílönskum stjórnmálum. Ríkisstjórn var leyst upp og gamall forseti tók við forsætisráðuneytinu. Nú síðast á þriðjudaginn ákvað þessi nýi forsætisráðherra að áfrýja til hæstaréttar niðurstöðu áfrýjunardómstóls frá því degi fyrr þar sem honum var einfaldlega bannað að nýta völd sín sem forsætisráðherra. Honum var þó ekki vikið úr embætti. Hann má bara einfaldlega ekki gera neitt, að minnsta kosti ekki í bili. Stjórnarskrárkrísa er trúlega besta orðið til að lýsa þessu ástandi. Og krísan hefur dregið dilk á eftir sér. Reuters greindi frá því á fimmtudag að srílönsk ferðaþjónusta kæmi illa út úr málinu. Ferðamenn væru að afbóka ferðir sínar til eyríkisins í stórum stíl.Fornir fjendur Til þess að útskýra stöðuna ber fyrst að kynna til leiks persónur og leikendur. Það eru einna helst þrír menn sem hafa drifið atburðarásina áfram. Sá fyrsti er jafnaðarmaðurinn Maithripala Sirisena. Hann er forseti Srí Lanka og hefur verið frá því í byrjun árs 2015. Samhliða því stýrir hann varnarmála- og umhverfisráðuneytum ríkisins. Sirisena er frá Miðnorðurfylki Srí Lanka og er fyrsti forsetinn þaðan. Þá tilheyrir hann ekki hinni hefðbundnu srílönsku stjórnmálaelítu, að því er kom fram í umfjöllun The Guardian eftir kjör hans. Sirisena er flokksmaður Frelsisflokks Srí Lanka. Annar á svið er íhaldsmaðurinn Ranil Wickremesinghe. Hann varð forsætisráðherra í janúar 2015, á sama tíma og Sirisena tók við forsetaembættinu, og hefur gegnt formennsku í Sameinuðu þjóðfylkingunni frá árinu 2009. Hann hafði áður verið forsætisráðherra árin 1993 og 1994 sem og frá 2001 til 2004 og er því rótgróin fígúra í srílönsku stjórnmálalífi. Síðastur en ekki sístur er svo jafnaðarmaðurinn og Sinhalese-þjóðernishyggjumaðurinn Mahinda Rajapaksa. Sá leiðir Srílönsku þjóðfylkinguna. Hann var forsætisráðherra 2004 til 2005 og forseti frá 2005 til 2015. Hann tapaði forsetakosningum fyrir Sirisena árið 2015. Þá tókst honum ekki heldur að verða forsætisráðherra eftir þingkosningar en náði þó kjöri á þing. Þeir Sirisena og Wickremesinghe höfðu tekið höndum saman og komið Rajapaksa frá völdum.Wickremesinghe á þinginu í Kolombó í síðasta mánuði.Vísir/EPAFrændhygli og mannréttindabrot Forsetatíð Rajapaksa var síður en svo lýtalaus. Asíuútgáfa The New York Times lýsti honum sem vinsælum leiðtoga „sem var sakaður um mannréttindabrot, forkastanlega frændhygli og afar náin tengsl við yfirvöld í Kína“. Álíka dóm fékk Rajapaksa í ritstjórnargrein sem birtist í The Guardian eftir að Sirisena náði kjöri í janúar 2015. Þar sagði að „Rajapaksa-klanið“ hefði í valdatíð sinni stórskaðað sjálft lýðræðið með alræðistöktum sínum og virðingarleysi fyrir stjórnarskránni. Þá minnti The Guardian á að Rajapaksa hefði sett tjáningarfrelsinu skorður, ákært forseta hæstaréttar til embættismissis, breytt lögum um hversu lengi mætti sitja á forsetastóli til þess að geta setið lengur, hundelt gagnrýnendur sína og beitt ofbeldi gegn mótmælendum, svo fátt eitt sé nefnt. Ný stjórn Það glöddust því margir þegar Sirisena hafði betur gegn Rajapaksa í forsetakosningunum í upphafi árs 2015. Sirisena fékk 51,28 prósent atkvæða en Rajapaksa 47,58 prósent. Þingkosningar fylgdu í kjölfarið og þar náði Rajapaksa ekki heldur að komast til valda. Sirisena hamraði saman þjóðstjórn eftir þingkosningarnar. Sú stjórn innleiddi nítjánda viðaukann við srílönsku stjórnarskrána skömmu síðar. Hann kveður á um að forsætisráðherra skuli gegna sínu embætti svo lengi sem stjórn hans er starfhæf eða þangað til hann segir af sér eða hættir á þingi. Þessari nýja ríkisstjórn Sirisena og Wickremesinghe fór hins vegar hægt af stað. Henni gekk illa að greiða niður skuldir sem stofnað hafði verið til í forsetatíð Rajapaksa. Sá hafði fengið lán frá Kínverjum til þess að ráðast í byggingu ýmissa innviða. Stjórnin fékk svo þungt högg í febrúar þegar flokkur Rajapaksa vann stórsigur í sveitarstjórnakosningum. Í kjölfar kosninganna sagði Rajitha Senaratne, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, við Reuters að Rajapaksa myndi nota þennan sigur sinn til þess að reyna að koma ríkisstjórnarsamstarfinu úr jafnvægi og hylma yfir spillingarmál sín. Rajapaksa og fjölskylda hans höfðu þá verið ákærð fyrir ýmis spillingarmál. Og í október var öllum ljóst að gjá hafði myndast á milli Sirisena og Wickremesinghe. Forsetinn greindi þjóðinni frá því að mikill ágreiningur hefði verið um stefnu ríkisins á milli þeirra félaga allt frá því þeir tóku við forystu landsins. Þá sagði Sirisena að forsætisráðherrann hefði átt þátt í umdeildri sölu skuldabréfa seðlabanka ríkisins sem sögð er hafa leitt til um átta milljarða króna taps fyrir ríkissjóð.Sirisena hefur gegnt embætti forseta undanfarin þrjú ár.Vísir/GettyWickremesinghe sparkað Gjáin varð fljótt að hyldýpi. Þann 26. október síðastliðinn sagði UPFA, flokkabandalagið sem Sirisena stýrir, sig úr stjórnarsamstarfinu. Hann ýjaði sömuleiðis að því að ráðherra, sem hann nefndi ekki á nafn, tengdist tilræði við líf sitt en greint var frá því að Nalaka de Silva, yfirmaður lögreglu, væri sakaður um að leggja á ráðin um að myrða forsetann í september. Þetta fyrirhugaða tilræði var meginástæðan fyrir gjörðum Sirisena, samkvæmt forsetanum sjálfum. Síðar þennan sama dag kom Sirisena landsmönnum rækilega á óvart með því að skipa andstæðing sinn, Mahinda Rajapaksa, nýjan forsætisráðherra í beinni sjónvarpsútsendingu. Þetta gerði hann án þess að hafa komið Wickremesinghe frá völdum og má því segja að á þessum tímapunkti hafi Srí Lanka verið komið með forsætisráðherra. Wickremesinhe var skiljanlega ósáttur og sagði í ávarpi að hann væri enn forsætisráðherra, þingið stæði á bak við hann. Fjármálaráðherrann Mangala Samaraweera tók undir með honum og sagði skipan Rajapaksa brot gegn stjórnarskránni. Ekki væri hægt að setja Wickremesinghe af þar sem hann leiddi enn starfhæfa stjórn. Þá kallaði Wickremesinghe sömuleiðis eftir því að þingið yrði kallað saman hið snarasta, vildi sanna að hann hefði ennþá meirihluta á bak við sig. Degi síðar, þann 27. október, ákvað Sirisena hins vegar að fresta því að þingið kæmi saman. Þingið átti upphaflega að koma saman 5. nóvember en því var þar með seinkað um ellefu daga. En eftir því sem klukkutímarnir og dagarnir liðu varð ljóst að hvort sem það var löglegt eða ekki hefði Wickremesinghe verið sparkað. Öryggisverðirnir voru teknir af honum og sendir til Rajapaksa. Þá óskuðu leiðtogar grannríkjanna Rajapaksa opinberlega til hamingju með nýja starfið. Þingið leyst upp Þingfundurinn sem Wickremesinghe hlakkaði svo til lét bíða eftir sér. Sirisena tilkynnti um það að þingið væri leyst upp þann 9. nóvember og boðaði til nýrra kosninga þann 5. janúar. Þessi ákvörðun fór illa í samflokksmenn Wickremesinghe sem sökuðu Sirisena um að hreinlega ræna lýðræðinu af srílönsku þjóðinni og um brot gegn fyrrnefndum nítjánda viðauka stjórnarskrárinnar. Þarna nýtti Rajapaksa tækifærið. Með kosningar í augnsýn ákváðu hann og 44 aðrir þingmenn að segja sig úr Frelsisflokki Srí Lanka, flokki forsetans sem Rajapaksa hafði gengið til liðs við. Þess í stað gengu þingmennirnir 45 í Srílönsku þjóðfylkinguna. En hæstiréttur Srí Lanka var ekki sáttur. Nokkrir flokkar, þar á meðal flokkur Wickremesinghe, og kjörstjórn ríkisins fóru þann 12. nóvember fram á að staðan yrði færð aftur í það horf sem var fyrir 26. október þar sem gjörðir Sirisena væru brot gegn stjórnarskránni. Á þetta féllst hæstiréttur reyndar ekki en í öðru máli sem kom fyrir dómstólinn sama dag var tilskipun Sirisena um upplausn þingsins sett á ís.Mikið gekk á í þinginu þegar fjallað var um vantrauststillögu á forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans 16. nóvember.Vísir/EPAVantraust Þingið kom svo loks saman þann 14. nóvember. Strax á þessum fyrsta degi þings greiddu 122 þingmenn af 225, sum sé meirihluti, atkvæði með að lýsa vantrausti á stjórn Rajapaksas. Þetta var svo endurtekið tveimur dögum síðar með sömu niðurstöðu. Sirisena neitaði að viðurkenna að vantraust væri á Rajapaksa og kallaði eftir þriðju atkvæðagreiðslunni. Þessir 122 þingmenn fóru svo fram á við áfrýjunardómstól að öll völd yrðu tekin af Rajapaksa og ráðherrum hans. Á það féllst dómstóllinn síðastliðinn mánudag til bráðabirgða og hefur Rajapaksa áfrýjað málinu til hæstaréttar.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Srí Lanka Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira