Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 21:30 Kevin Hart, Amy Schumer, Sarah Silverman og Nick Cannon. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Cannon gróf upp gömul tíst frá þremur kvenkyns grínistum sem virðast benda til fordóma gagnvart samkynhneigðum. Tilkynnt var um það á þriðjudag í síðustu viku að Hart myndi verða kynnir á hinni árlegu uppskeruhátíð kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum en starf kynnis þykir vera mikil upphefð. Örfáum dögum síðar var hins vegar tilkynnt að Hart myndi stíga til hlíðar. Ástæðan var sögð vera mmæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Var Hart gert að biðjast afsökunar á þeim, ella yrði honum sparkað. Hart neitaði að biðjast afsökunar vegna þess að hann sagði að málið hafi áður verið til umræðu. Cannon virðist eitthvað hafa mislíkað ákvörðun Akademíunnar um að sparka Hart og virðist hann því hafa hafið leit að álíka ummælum sem Hart gerðist sekur um að láta falla, hjá öðrum stjörnum. Fann hann þrjú tíst sem grínistarnir Amy Schumer, Sarah Silverman og Chelsea Handler tístu. Skrif Handler og Silverman eru frá árinu 2010, en Schumer frá árinu 2012, þar sem þær nota slanguryrði yfir samkynhneigð og spyr Cannon hvort að von sé á einhverjum viðbrögðum vegna slíkra tísta, í ætt við þau viðbrögð sem Hart fékk vegna ummæla hans um samkynhneigð sem féllu ekki í kramið.Interesting I wonder if there was any backlash here... https://t.co/0TlNvgYeIj — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018And I fucking love Wreck it Ralph!!! https://t.co/6cHA1EQEkg — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018I’m just saying... should we keep going??? https://t.co/1kESA82WqR — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018 Óskarinn Tengdar fréttir Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Cannon gróf upp gömul tíst frá þremur kvenkyns grínistum sem virðast benda til fordóma gagnvart samkynhneigðum. Tilkynnt var um það á þriðjudag í síðustu viku að Hart myndi verða kynnir á hinni árlegu uppskeruhátíð kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum en starf kynnis þykir vera mikil upphefð. Örfáum dögum síðar var hins vegar tilkynnt að Hart myndi stíga til hlíðar. Ástæðan var sögð vera mmæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Var Hart gert að biðjast afsökunar á þeim, ella yrði honum sparkað. Hart neitaði að biðjast afsökunar vegna þess að hann sagði að málið hafi áður verið til umræðu. Cannon virðist eitthvað hafa mislíkað ákvörðun Akademíunnar um að sparka Hart og virðist hann því hafa hafið leit að álíka ummælum sem Hart gerðist sekur um að láta falla, hjá öðrum stjörnum. Fann hann þrjú tíst sem grínistarnir Amy Schumer, Sarah Silverman og Chelsea Handler tístu. Skrif Handler og Silverman eru frá árinu 2010, en Schumer frá árinu 2012, þar sem þær nota slanguryrði yfir samkynhneigð og spyr Cannon hvort að von sé á einhverjum viðbrögðum vegna slíkra tísta, í ætt við þau viðbrögð sem Hart fékk vegna ummæla hans um samkynhneigð sem féllu ekki í kramið.Interesting I wonder if there was any backlash here... https://t.co/0TlNvgYeIj — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018And I fucking love Wreck it Ralph!!! https://t.co/6cHA1EQEkg — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018I’m just saying... should we keep going??? https://t.co/1kESA82WqR — Nick Cannon (@NickCannon) December 8, 2018
Óskarinn Tengdar fréttir Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49
Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45